Nýjasta flugmódel flotans
Við Gunni skelltum okkur bæjarferð með kerruna í dag að ná í nýja flugmódelið hans. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá er þetta 50% Clipped Wing Cub frá Bill Hempel.
Vænghaf: 457 cm
Lengd: 361 cm
Hæðarstýri: 160 cm
Hæð: 104 cm
Hjólhaf: 97 cm
Mótor: 150-200 cc
Til hamingju með gripinn gamli minn!
Loksins, loksins!!!
Smellpassar!
Allt í einum kassa.
Alvöru túttur.
33% og 50%, athugið að sá stóri er vængstýfður, þess vegna er hann svona „stuttur.“
JA, SÆLL
Til hamingju með velina Gunni, nu biður maður spenntur eftir að sja gripinn fljuga, þetta er drottning modelflugsins og nu getum við með litlu velarnar horft a flugið gleraugnalaust.
Kv
Einar Pall
Vá !!!!
Til hamingju með gripinn.
Nú er að láta okkur fylgjast með "step by step".
Þetta verður gaman
Reynsluflugið? Láta vita, það hefur verið haldin hátíð af minna tilefni, þið vitið það ég kem
Það hlaut að vera, lognið á undan storminum..varst nefnilega búinn að vera óvenju kyrrlátur undanfarið.... hver hefði nú trúað þessu uppá þig Gunni minn
Frábært stórframtak - Til hamingju