Hér er nokkuð sem væri rólegt (=gaman) að prófa. Þessi Svíi lýsir vel því sem hann er að gera og kærastan filmar.
Ógtrúlegt hvað hann nær mikilli hæð -- og módelið er bara 300 grömm!
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 12:22:50
eftir Sverrir
Allt í vinnslu! Athugasemdir óskast ekki við dansinn.
Gunni Bé., nei ekki hann, hinn, átti/á svipaða vél svo þetta er ekki alveg óþekkt á klakanum, annars styttist óðum í mína.
Svo er þetta líka ágætis myndband frá drengnum.
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 12:53:46
eftir Spitfire
Mun betra í slow motion
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 13:03:13
eftir Sverrir
Skiptar skoðanir um það.
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 15:54:36
eftir Gaui
Þetta er svindl, því það er mótor í þinni!
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 22:06:41
eftir Sverrir
Segðu, auka drag af þessu spaðadrasli, ímyndaðu þér hvað ég hefði komist hátt án þess!
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 16. Sep. 2012 22:28:19
eftir Agust
Þetta er víst kallað að kasta upp...
Re: Ég fæ KAST!
Póstað: 17. Sep. 2012 13:43:46
eftir Agust
Reyndar ekki svifflug:
Vandamál við Stryker F27Q þotulíkið (eins og ég á núna) er flugtak. Menn hafa verið að skera sig illa á spaðanum sem er aftaná. Eitt ráð er að halda í vænginn og kasta með mótorinn á fullu: