Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Gaui
Póstar: 3837
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Póstur eftir Gaui »

Fékk smá afmælisgjöf frá Steve og Sharon: Bók um enskt mál og krukku af Marmite.

Mynd

Ákvað að smakka Marmite-ið.

Mynd

Maður verður að hafa alist upp á Englandi með Marmite í annað hvert mál til að geta borðað það. Þetta er hreint ógeðslegt.

Mér skilst samt að það sé hægt að nota það til að elda með því (krydda), svo það er eins víst að ég prófi eitthvað slíkt.

Þess má geta að Marmite er ger-mauk, sem er auka afurð úr bjórframleiðslu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
maggikri
Póstar: 6014
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Póstur eftir maggikri »

Hvernig var enska málið?
kv
MK
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Póstur eftir hrafnkell »

úff, ég get ekki ímyndað mér að þetta sé gott. Ég brugga einmitt bjór (og sel hráefni í bjórgerð) og gerkakan eftir bruggun er ekki eitthvað sem manni langar að setja á brauð, sama hvernig hún er unnnin :)
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11657
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Póstur eftir Sverrir »

Segi bara fyrir mína parta að Marmite er ekki ljúfmeti, einn biti af því á brauði var nóg. :/

Frá einum fagurkera í Írlandi: „Tell him that marmite in a stew is great. Marmite on bbq sausages is fab and it just is great mixed in beef burger meat or meatballs.

Lætur okkur svo vita hvort þetta bætir bragðið eitthvað! Annars finnst mér að þú eigir næst að prófa Vegemite þeirra andfættlinga.
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Árni H
Póstar: 1602
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Ekki eru allar sendingar jafn góðar

Póstur eftir Árni H »

[quote=Sverrir]Segi bara fyrir mína parta að Marmite er ekki ljúfmeti, einn biti af því á brauði var nóg. :/[/quote]

Það rímar vel við mína reynslu. Ég var lengi búinn að hlakka til þess að smakka þetta "álegg", sem hélt lífinu í bretum í síðari heimsstyrjöld - en þvílík vonbrigði þegar ég komst loksins í það á morgunverðarborði í Portsmouth fyrir nokkrum árum... Mynd

Svara