Síða 1 af 1

Re: Euromeeting 2012

Póstað: 27. Sep. 2012 00:12:53
eftir Sverrir
Ekki leiðinlegt útsýni þarna í Ölpunum!






Re: Euromeeting 2012

Póstað: 27. Sep. 2012 09:02:50
eftir Björn G Leifsson
Þarna í Dolomítafjöllunum kannast margir Íslendingar við sig, allavega þeir sem eru duglegir við skíðaferðir til Selva val Gardena og nálægra staða. Stóra "kubbslega" fjallið á myndinni í miðið er (ef mér skjátlast ekki?) Sella þyrpingin, sem allir kannast við sem hafa skíðað á svæðinu . Það liggur milli fjögurra dala. Einn af þeim er Fassa eða Fascia dalurinn þar sem þetta mót fór fram.
Bærinn í dalnum heitir Canazei og þar er íshöll þar sem Hjörtur Geir (módelflugmaður) hefur keppt á heimsmeistaramóti í íshokkí með landsliði Íslands undir 18 ára fyrir allnokkrum árum.
Það er vinsælt að fara Sella hringinn eða "Sella ronda" á skíðum. Það tekur heilan dag og það er farið hringinn í kringum Sella fjallaþyrpinguna því svæðið er allt samtengt með skíðalyftum.

Bara svona datt í hug að einhverjum þætti þetta fróðlegt :)