Síða 1 af 1

Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 12. Okt. 2012 18:50:27
eftir Spitfire
Kermit Weeks skellti GoPro á kollinn og fór í létta flugferð á Mustang. Afraksturinn 3 ansi skemmtileg myndbönd, frá pre-flight check til lendingar.
Þarf sennilega ekki að minna á HD-gæði, fullan skjá, hljóðstyrk á 11, popp og drykk að eigin vali :cool:

Fyrsta:



Annað:



Þriðja:


Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 12. Okt. 2012 19:08:30
eftir Þórir T
Þetta eru hrikalega flott vídeó!

Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 12. Okt. 2012 20:02:52
eftir Björn G Leifsson
Smá bakgrunnur:



Ég á enn eftir að heimsækja Florida... :)

Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 12. Okt. 2012 23:26:39
eftir Spitfire
[quote=Björn G Leifsson]Ég á enn eftir að heimsækja Florida... :)[/quote]

Ég líka, sá að kallinn var með Sunderland og fleira skemmtilegt í flugskýlunum, einnig hefur flugmódelklúbbur svæðisins skika af landi í nágrenninu sem er í eigu Kermit til leigu fyrir sinn heimavöll.
Þegar staða himintunglanna (lesist þykktin á seðlaveskinu) verður komin í réttar skorður, hefði ég ekkert á móti því að skreppa þangað suður eftir :)

Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 12. Okt. 2012 23:36:24
eftir Spitfire
Bæ ðö vei, var að lesa á Facebook síðu kallsins að hann þurfti aðeins að bregða sér af bæ fyrir læknisskoðun til að viðhalda flugskírteininu. Farkosturinn fyrir þennan skreppitúr: Grumman Wildcat, þarf ansi mikið til að toppa svona töffaratakta á sextugsaldri :D

Re: Kermie Cam - P-51C Mustang

Póstað: 13. Okt. 2012 00:31:15
eftir maggikri
6 félagar úr Flugmódelfélagi Suðurnesja fóru þarna árið 2006. Nokkrir fóru flugtúr á D-1 held ég að hún heiti. Sverrir flaug sjálfur Boeing Stearman. Berti keypti slatta af stálflugvélum í puntskápinn sinn. Við fórum einnig á Top Gun í Lakeland. Þetta var frábær ferð. Sverrir flaug AT-6 Texan og ég Bell 47G helicopter í Kissimee Florida.
Set myndir inn þegar myndainnsetning virkar á ný.

Sunderland flugbáturinn sem er þarna kom til Íslands fyrir nokkrum árum og kom í Nauthólsvík.
kv
MK