Ég dreif í að panta svona grip og fékk hann í gær. Tengdi hann við tölvuna ásamt gömlu 7 rása viðtæki og ræsti minn gamla góða AeroFly Pro Deluxe flughermi sem ég hef átt í mörg ár. Virkaði strax!
Í stuttu máli þá er þetta millistykki sem tengist milli USB tengis á tölvunni og servó-útganga á viðtæki. Síðan notar maður venjulegan fjarstýrisendi með þráðlausri tengingu við flugherminn með hjálp viðtækisins. - Engin leiðinleg snúra milli sendis og tölvu.
Yfirleitt hef ég notað snúru, sem er með eins konar afruglara eða hugbúnaðarlykli í snúrunni, milli Futaba 9C sendis og USB tengisins á tölvunni. Í þessu litla rauða boxi virðist vera lykill fyrir nokkrar mismunandi gerðir flugherma. En þar sem ég á original útgáfu af flugherminum er ég ekki brotlegur

Hér er hægt að nálgast myndir og leiðbeiningar undir fjólubláa [Files] flipanum:
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor…duct=24613
