Flughermir: þráðlaust millistykki

Hér má ræða allt milli himins og jarðar
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Agust »

Eiríkur benti mér á þetta stórsniðuga millistykki sem kostar aðeins um $13 hjá góðvinum okkar.

Ég dreif í að panta svona grip og fékk hann í gær. Tengdi hann við tölvuna ásamt gömlu 7 rása viðtæki og ræsti minn gamla góða AeroFly Pro Deluxe flughermi sem ég hef átt í mörg ár. Virkaði strax!

Í stuttu máli þá er þetta millistykki sem tengist milli USB tengis á tölvunni og servó-útganga á viðtæki. Síðan notar maður venjulegan fjarstýrisendi með þráðlausri tengingu við flugherminn með hjálp viðtækisins. - Engin leiðinleg snúra milli sendis og tölvu.

Yfirleitt hef ég notað snúru, sem er með eins konar afruglara eða hugbúnaðarlykli í snúrunni, milli Futaba 9C sendis og USB tengisins á tölvunni. Í þessu litla rauða boxi virðist vera lykill fyrir nokkrar mismunandi gerðir flugherma. En þar sem ég á original útgáfu af flugherminum er ég ekki brotlegur :)




Hér er hægt að nálgast myndir og leiðbeiningar undir fjólubláa [Files] flipanum:

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor…duct=24613

Mynd
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Haraldur »

Svo í stað þess að hafa bara sendi og snúru úr honum í tölvuna, þá þarftu núna sendinn, móttakara, rafhlöðu fyrir mótakarann og þetta stykki tengt við tölvuna? Hvað um þá sem eiga RF G6?
Þeir hefðu þurft að fara alla leið G hafa móttakara innbyggðann sem fær straum frá tölvunni.
Passamynd
einarak
Póstar: 1540
Skráður: 7. Nóv. 2006 08:16:54

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir einarak »

[quote=Haraldur]Svo í stað þess að hafa bara sendi og snúru úr honum í tölvuna, þá þarftu núna sendinn, móttakara, rafhlöðu fyrir mótakarann og þetta stykki tengt við tölvuna? Hvað um þá sem eiga RF G6?
Þeir hefðu þurft að fara alla leið G hafa móttakara innbyggðann sem fær straum frá tölvunni.[/quote]

mig grunar að usb tengið fæði þetta apparat með 5v sem svo fæðir móttakarann, þannig að það þarf enga rafhlöðu
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir hrafnkell »

[quote=Haraldur]Svo í stað þess að hafa bara sendi og snúru úr honum í tölvuna, þá þarftu núna sendinn, móttakara, rafhlöðu fyrir mótakarann og þetta stykki tengt við tölvuna? Hvað um þá sem eiga RF G6?
Þeir hefðu þurft að fara alla leið G hafa móttakara innbyggðann sem fær straum frá tölvunni.[/quote]

Realflight er merkt á græjuna, þannig að það virkar líklega líka..
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Ólafur »

Frábært. Þessi var að lenda heima. Tengi ég þá einfaldlega 2.4 gh móttakara á annan endan?
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Agust »

Bara tengja gamlan (eða nýjan) móttakara við rauða boxið. Aflfæðing móttakara og millistykkis frá USB. Ég nota 72MHz PPM viðtæki. Auðvitað má nota 35MHz, 2,4GHz, PPM, PCM, Futaba, JR, Aurora, Spektrum... o.fl. Síðan má láta þetta liggja bak við tölvuna þar sem það er ekki fyrir neinum. Er alltaf virkt. Búnaðurinn skynjar hvenær kveikt er á sendinum og lætur herminn vita. Græna innbyggða ljósið sílogar þegar slökkt er á sendinum, en blikkar hægt þegar kveikt er á honum. Tær snilld.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Vignir »

Jæja strákar hvernig virkar svo græjan og þá á hvaða herma ? Einhverjir böggar ? Virka allar 7 rásirnar ?
Ég ætla að kaupa þessa græju frá HK en mig vantar líka flight simulator. Hverju mælið þið með ? Er ekki með úttak frá fjarstýringu þannig að lausnin sem fæst hjá HK er algjör snilld ef hún virkar vel.
Kveðja
Vignir
Passamynd
Ólafur
Póstar: 539
Skráður: 19. Jún. 2007 09:18:59

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Ólafur »

Búin ad prófa thà marga og reflexin finnst mèr standa uppúr. Er ekki búin ad prófa thràdlausu græjuna enn á ekki von à ödru en ad hann virki vel
Passamynd
maggikri
Póstar: 5994
Skráður: 2. Júl. 2005 01:26:30

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir maggikri »

[quote=Vignir]Jæja strákar hvernig virkar svo græjan og þá á hvaða herma ? Einhverjir böggar ? Virka allar 7 rásirnar ?
Ég ætla að kaupa þessa græju frá HK en mig vantar líka flight simulator. Hverju mælið þið með ? Er ekki með úttak frá fjarstýringu þannig að lausnin sem fæst hjá HK er algjör snilld ef hún virkar vel.
Kveðja
Vignir[/quote]

Sæll
Þessi finnst mér vera bestur. Ég splæsti í þennan, er ekki ódýrasti en frábær, kemur með stýringu. Mæli með honum.
http://www.towerhobbies.com/products/re ... index.html

Ég er búinn að prófa reflex og Aerofly Professional.
Passamynd
Vignir
Póstar: 82
Skráður: 2. Sep. 2011 18:12:46

Re: Flughermir: þráðlaust millistykki

Póstur eftir Vignir »

Takk fyrir svörin strákar
Svara