Það var líf og fjör í Slippnum í dag. Hér eru myndir:
Gummi fékk nokkur servó frá Kínakalli, en eitt þeirra virkaði ekki. Nánari skoðun sýndi að einn vírinn í mótorinn var bara límdur á með einhverri klessu !!
Þær kínakellingar hafa líklega notað svona smækkunargler og því ekki tekið eftir þessari handvömm. Spurningin er hvort hægt sé að treysta hinum servóunum??
Knútur prófaði þyrlu fyrir einhvern áhugasamanog stillti hana af.
Ballli er byrjaður að efna niður í draumavélina: AT6 Harvard!!
Seinni vængurinn á Bird Dog er að fæðast hjá Óla
Siggi er enn að dunda sér við Tigerinn. Nú er hann að festa miðjukassann í stjórnklefann með servóum fyrir hæðar- og hliðarstýri.
Það komu tveir litlir prinsar í Slippinn í dag og það fór bara ágætlega á með þeim. Tumi og Nói ræða málefni flugmódelíþróttarinnar.
Tumi er búinn að koma sér þægilega fyrir undir borðinu hans Benda og Nói öfundar hann helling af henni. Spurning hvort hann fær að setja hillu undir borðið hans Óla.

Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði