Jæja, þá er sólin farin að lækka á lofti og komin tími til að hefja vetrarverkin. Vélin er búin að bíða róleg eftir því að komast upp á smíðaborðið síðan 2008. Þetta er svokallað short kit frá Island Models en í því er að finna skrokkrif, vængrif og minni hluti. Smiðurinn sér svo um að útvega klæðningu, langbönd, vængsperrur og aðra lengri hluti.
Vænghaf: 333cm
Lengd: 180cm
Þyngd: ~7kg
Myndarlegasta teikning af skrokknum.
Best að byrja á einhverju hæfilega stóru til að hita sig upp, hluti af stélinu.
Glæsilegt hja þer Sverrir, það verður gaman að sja þennan fugl
hja þer þegar liður að vori. Það verður kannski svifflug sumar a
komandi sumri, eg er að vinna i þremur flugum sem klarast fyrir jol.
Kv
Einar Pall
Það er greinilega komin á keppni! Grunau Baby klárast í vetur, svo það verða svifflugur á mótum næsta sumars. Eins gott að einhver verði með togvélar í gangi!
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
[quote=Gaui]Það er greinilega komin á keppni! Grunau Baby klárast í vetur, svo það verða svifflugur á mótum næsta sumars. Eins gott að einhver verði með togvélar í gangi!
[/quote]
Gaui, eru ekki til 7 stk af fjósamanninum, það ætti nú að duga eitthvað. Svo eru nú á leiðinni hérna á nesinu einhverjar sem ættu að geta togað.
kv
MK
Gaui, eru ekki til 7 stk af fjósamanninum, það ætti nú að duga eitthvað. Svo eru nú á leiðinni hérna á nesinu einhverjar sem ættu að geta togað.
kv
MK[/quote]
Án þess að lofa neinu, þá má upplýsa að hálfsmíðaður fjósamaður er kominn á borðið í Walleyhouse Aeroplane Factory. Svo er að sjá hvort góðu fyrirheitin um að setja skipulagða föndurdaga á almanakið geta haldið í vetur :/
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken