Síða 1 af 2

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 25. Nóv. 2012 20:10:01
eftir Árni H
Þetta finnst mér svolítið fyndinn mótor:


Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 25. Nóv. 2012 21:17:28
eftir einarak
Snilld! Held ég...

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 26. Nóv. 2012 13:05:12
eftir Árni H
Sömu náungar með fjögurra "cylindra" pönnukökumótor í Cub. Mótorinn sést í lok myndbandsins...


Það er gaman að svona funky mótorum!

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 26. Nóv. 2012 14:41:27
eftir Gauinn
Segið mér meira, sem gamall bifvélavirki, er ég engu nær?

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 26. Nóv. 2012 16:07:13
eftir Árni H
[quote=Gauinn]Segið mér meira, sem gamall bifvélavirki, er ég engu nær?[/quote]

Ég er svo sem litlu nær sjálfur - þetta eru rafmagnsmótorar sem er raðað upp í heimasmíðaðan gírkassa. Við stjörnuhreyfilinn minnir mig að ég hafi lesið að eigandinn var með 12s lipo við hvern mótor svo afkastagetan var gríðarleg.

Mér finnst hinsvegar frábært að sjá einstaklinga, sem hugsa svona þokkalega út fyrir kassann og gera svona tilraunir :)

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 27. Nóv. 2012 21:26:02
eftir Messarinn
Já hehe eins og þessi,



Ég er meira hrifinn af sprengi hreyflinum ;)

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 28. Nóv. 2012 08:25:35
eftir Agust
Ég er alveg viss um að nú kolfellur Gaui á Grísará fyrir rafmagninu og verður kominn með svona stjörnumótora í fyrrastríðsvélarnar sínar fyrir jól.

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 28. Nóv. 2012 12:54:25
eftir einarak
Það hlýtur samt að vera minni nýtni í þessu en einum stórum mótor af sömu þyngd, þarna eru 4 fleirri núningsfletir + gír

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 28. Nóv. 2012 13:36:48
eftir einarak
en aftur á móti er "dead stick" nánast útilokað, nema svo ólíklega vildi til að öll þrjú/fjögur rafkerfin bili í einu.

Re: Rafmagnsstjörnumótor

Póstað: 28. Nóv. 2012 15:05:45
eftir hrafnkell
[quote=einarak]en aftur á móti er "dead stick" nánast útilokað, nema svo ólíklega vildi til að öll þrjú/fjögur rafkerfin bili í einu.[/quote]

Smá agnir í gírkassann og allir stoppa...