Síða 1 af 1

Re: Betri þyrluflugmaður?

Póstað: 27. Nóv. 2012 00:59:46
eftir Sverrir

Re: Betri þyrluflugmaður?

Póstað: 27. Nóv. 2012 20:28:30
eftir Messarinn
Þekki kauða, hann heitir Knutur Henryson og er vinur minn nebbilega sko. ;)

Re: Betri þyrluflugmaður?

Póstað: 27. Nóv. 2012 21:47:57
eftir Björn G Leifsson
Minnir á flug-lagið hjá NCPD sem komu með slasaða á spítalann sem ég vann á í New York '87 - '88.
Fór í smá upprifjun fyrir sjálfan mig en kannski finnst einhverjum þetta fróðlegt?

Fann eftir nokkra leit mynd af Bell 206L3 Long Ranger sem þeir notuðu þá:
Mynd

Hornin framaná eru athyglisverð. Þau eru víraklippur sem eiga að vernda ef þeir lenda á síma og rafmagnslínum sem eru að mestu á staurum þarna Westurfrá.

Fluglagið féll undir skilgreininguna "Gung Ho", þetta voru allt "Veterans" sem fannst lífið of stutt til að fljúga virðulega og rólega.
Mynd
Nassau County Medical center á Long Island, New York.

Þyrlupallurinn sést hægra megin á myndinni. Aðflugið var niður mjó trjágöng eftir veginum frá hægri og sveifluðu sér svo með tilbrigðum niður á krossinn sem er á bílastæðaplani sem eiginlega er niðurgrafið miðað við landið í kring.

Af hverju er ég að eyða tíma í að rifja þetta upp?
Jú...Einu sinni var mér boðið að skreppa með að ná í kaffi og dónuts. Ég gugnaði.... þorði ekki,þóttist ekki mega vera að því. Vídeóið hér að ofan minnir mig á af hverju ég þorði ekki.
Hef séð eftir því síðastliðin 25 ár! :rolleyes:

Önnur, "for the record".
Mynd