Steini vill endilega koma mótor í nefið á henni svo hann skipaði mér að kanna hvernig það væri hægt! Og eins og menn vita þá þýðir ekkert að óhlýðnast Steina! Ég beið því ekki boðanna heldur skellti mér í verkið og sat með sveittan skallann við það í margar vikur!!!
Þetta gerðist svona, alveg satt...
Mótorinn frægi.
Fyrsta mál á dagskrá, losna við sleppibúnaðinn.
Ekki þurfti mikið til að fá hann til að yfirgefa svæðið.
Svo þurfum við að komast fram í nef.
Módelsögin og fræsibiti í Dremel auðvelda það verkefni.
Mótorinn kominn á sinn stað... eða næstum því, nú þarf bara að smíða festingar fyrir hann!
Sko mælaborðið bara klárt með EGT og allir eru sáttir.
XPower XC3522/5 LS
KV: 1000 (550W)
Max current: 50,0A
Internal resistance: 27mOhm
Dimensions: Ø35x48 (78)mm
Shaft diameter: 5mm
Weight: 165g
Þar sem seglarnir elska að draga til sín málmagnir þá var mótorinn huldinn fyrir næsta skref.
Collar-inn á sveifarásnum reyndist frekar uppétinn og eftir að mildari aðferðir, hitun og verkfæri í nálægum stærðum dugðu ekki þá voru silkihanskarnir fjarlægðir! Fyrstur á svæðið var borinn en hann fór ekki nema viss langt svo þá var tekið til verks með skurðarskífu. Að lokum fórnaði hún sér í síðasta haftinu, hennar verður minnst fyrir vel unnin störf!
Nýr collar, festiskrúfa stytt svo hann komist inn í mótorfestinguna.
Fann þennan fína 5mm tein hjá Gústa og fékk hann lánaðann til að koma í staðinn fyrir öxulinn á mótornum.
Merkingin tryggir að pláss er fyrir spaðahaldarann.
Hér er mótorfestingin komin á sinn stað en þar sem fremsti hluti skrokksins er úr trefjadúk og bara límdur utan á fremsta skrokkrifið þá þurfum við að gera aðeins meira en þetta.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
Vélin kemur með hlera loftbremsum en fyrir utan að þær virka ekkert voðalega vel á henni þá var full skala vélin ekki með þær heldur Schempp-Hirth loftbremsur.