Síða 1 af 1
Re: Ekki sama hver er
Póstað: 30. Des. 2012 22:37:36
eftir Gaui
Það er undarlegt að flugmenn fá að nota leiðbeiningar á iPad, en farþegar fá ekki að lesa kindilinn sinn óáreittir:
Disruptions: The Real Hazards of E-Devices on Planes

Re: Ekki sama hver er
Póstað: 30. Des. 2012 23:18:05
eftir Sverrir
Ástæðan fyrir banninu tengist upprunalega farsímakerfunum á jörðu niðri en ekki tækjunum um borð þó þeir setji önnur raftæki undir sama hatt.
Megin ástæðan var sú að í gamla daga tóku farsímastöðvar(turnar) frá "slot" fyrir þann farsíma sem var á þeirra þjónustusvæði og menn höfðu áhyggjur af því að sími í flugvél tæki frá "slot" á mörgum turnum og kerfið myndi blokkast. Svo spiluðu reikisamningar og þjónustusvæði líka inn í þetta.
Re: Ekki sama hver er
Póstað: 31. Des. 2012 00:10:17
eftir Gauinn
Þetta var líka bannað á sjúkrastofnunum, skýringin var eitthvað á þá leið, að það gæti truflað læknkngatæki.
Auðvitað er aldrei of varlega farið með nýja tækni.