Síða 1 af 1

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 09:41:23
eftir Gaui
Maður þarf ekki að skammast sín fyrir lendingarnar þegar maður sér hvernig stóru strákarnir gera þetta:



:cool:

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 13:00:33
eftir Árni H
Mér sýndist vera nokkuð um dæmigerða "Melatækni" við lendingar þarna ;)

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 13:15:04
eftir einarak
Margar skuggalega flottar græjur þarna!

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 14:41:15
eftir Gauinn
Svakalega er maður einkennilega hugsandi, mér finnst þetta skemmtilegt?

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 17:46:57
eftir Björn G Leifsson
Væri frábært ef einhver(-jir) flugfróður mundi gefa okkur álit á því hvað þeir eru aðallega að gera vitlaust þarna g hvernig á að gera/ekki að gera

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 18:50:31
eftir Sverrir
Allur gangur á því, margir eru með erfiðar vélar í hliðarvind, aðrir eru á of mikilli/lítilli ferð, sumir hitta ekki á braut, nokkrir fikta of mikið í hæðarstýrinu, einhverjir eru hreinlega klaufar og enn aðrir þurfa að skoða skóbúnað vélanna sinna.

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 19:38:36
eftir Gaui
Ég held að aðal sökudólgurinn sé hliðarvindur. Alla vega í mörgum tilfellum.

:cool:

Re: Það eru fleiri í vandræðum ...

Póstað: 4. Jan. 2013 20:05:35
eftir Spitfire
..... og nokkrir af þessum herramönnum gera það sama og ég get ansi oft játað mig sekan um, berjast við að hamra góða lendingu út úr vonlausu aðflugi.