Í þetta sinn í fyrstu farþegaflugvél sem notar LiIon rafhlöður, Boeing 787-Dreamliner:
Þetta er dótið sem olli öllu fjaðrafokinu um daginn þegar JAL þota varð að nauðlenda í Japan og amerísku flugmálayfirvöldin jörðuðu alla Drímlænera þar til úr verði bætt.
Vangavelturnar um orsökina snúast aðallega um hvort um of-rafhleðslu hafi verið að ræða eða hvort þessi rafgeymategund þoli ekki reglulegar miklar þrýstingsbreytingar sem í Dreamliner eru sem svarar 6000feta hæð upp og niður i hverri ferð (venjulega 8000 fet í álvélum).
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong" H.L. Mencken
Ja, það er vandlifað í þessum heimi, eldsneytið "flug" eldfimt og rafhlöðurnar líka.
Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að snúa mér í þessu, hérna einu sinni var verið með teigju- mótor?
Kannski hættuminnst að skoða bara blöð?