Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Hæ hó.
Hver er besta leiðin til að stækka gat á prop? Ég var að hugsa um að kaupa einhversskonar "reamer" eða stálbor sem ég gæti skrúfað í gatið og stækkað það örlítið með stærð sem er aðeins ofar. Þá myndi ég byrja að nota stærð sem er kannski 1-2mm stærri, svo aftur koll af kolli þar til motor shaft passar.
Einhverjar hugmyndir? Takk!
Hver er besta leiðin til að stækka gat á prop? Ég var að hugsa um að kaupa einhversskonar "reamer" eða stálbor sem ég gæti skrúfað í gatið og stækkað það örlítið með stærð sem er aðeins ofar. Þá myndi ég byrja að nota stærð sem er kannski 1-2mm stærri, svo aftur koll af kolli þar til motor shaft passar.
Einhverjar hugmyndir? Takk!
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Þú þarft að nota sérstakt áhald sem er einskonar kónískur síll. Það eru einhverjir í klúbbnum sem eiga svona áhald.
Ekki nota bor, þá verður holan skökk.
http://www.amazon.com/gp/product/B001G8 ... B001G8VUYK
Ekki nota bor, þá verður holan skökk.
http://www.amazon.com/gp/product/B001G8 ... B001G8VUYK
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Halli hefur rétt fyrir sér, en þar sem ég á ekki svona snara (reamer), þá nota ég alltaf bor í súluborvél. Maður bara verður að passa að borinn festist ekki í spaðanum, því þá verður úr þessu vifta og puttaprjótur á sama tíma.


Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Hvað með þessa aðferð?
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Ég þarf að athuga hvort ég fæ ekki að setja Moki 45cc bensínmótorinn minn í gang á náttborðinu mínu 



Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Þeir að eiga að eiga reamer í Tómstundahúsinu.
Icelandic Volcano Yeti
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
[quote=Sverrir]Þeir að eiga að eiga reamer í Tómstundahúsinu.[/quote]
Svona áhald hefur verið kallað "úrsnarari".
Kónískur úrsnarari eins og t.d. þessi er ekki nothæfur.
Ath. að þeir eru til fyrir bæði tommumál og metramál. Gatið í spaða þarf helst að vera nákvæmt. Erfitt að forðast titring ef það verður of rúmt.
Ef maður á ekki svona fínan þrepa-úrsnarara þá notar maður auðveldlega aðferðina sem hann sýnir í filmunni þeas "snara" úr gatinu í þrepum með venjulegum spíralbor og handafli. Festa borinn í töng eða þess háttar og nota fyrst bor sem er mm stærri en gatið í spaðanum og svo 1mm stærri og svo koll af kolli þar til gatið er nákvæmlega rétt. Þetta er í raun ekki annað en það sem maður gerir með fínum "þrepaúrsnarara" og ef maður tekur nett á því þá skekkist ekki gatið.
Svona áhald hefur verið kallað "úrsnarari".
Kónískur úrsnarari eins og t.d. þessi er ekki nothæfur.
Ath. að þeir eru til fyrir bæði tommumál og metramál. Gatið í spaða þarf helst að vera nákvæmt. Erfitt að forðast titring ef það verður of rúmt.
Ef maður á ekki svona fínan þrepa-úrsnarara þá notar maður auðveldlega aðferðina sem hann sýnir í filmunni þeas "snara" úr gatinu í þrepum með venjulegum spíralbor og handafli. Festa borinn í töng eða þess háttar og nota fyrst bor sem er mm stærri en gatið í spaðanum og svo 1mm stærri og svo koll af kolli þar til gatið er nákvæmlega rétt. Þetta er í raun ekki annað en það sem maður gerir með fínum "þrepaúrsnarara" og ef maður tekur nett á því þá skekkist ekki gatið.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Svo má líka nota Browning A500 til þess að gera göt. Hann hefur fram til þessa leyst ýmsan vanda 

Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
þetta verkfæri heitir reyndar "rýmari" á íslensku, úrsnari er verkfæri sem er notað til að "snara úr" fyrir skrúfu/boltahausum og slíku.
úrsnari


úrsnari

Re: Besta leiðin til að stækka gat á prop?
Best er að nota svona rýmara og rýma út gatið á proppnum báðum megin frá þannig að þrengsti hluti gatsins sé í miðjum proppnum. muna bara að máta oft.


Guðmundur Haraldsson Flugmódelfélag Akureyrar
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.
A RAF engineering officers joke: Whats the difference between a fighter pilot and his aircraft? The plane stops whining when you shut down the engines.