Síða 1 af 1

Re: ómannað flugfar

Póstað: 18. Maí. 2013 21:22:30
eftir Drone
Sælir og sælar.

mig langar til að opna umræðu varðandi ómönnuð flugför og FPV flugmenn.

það geta allir sett upp ómannaða vél sem flýgur sjálf út í sólsetrið og þær geta flogið upp í 18 þús feta hæð eða verið á lofti í í 100 mín og eru samt undir 5kg. áhætta er ávallt til staðar líka að fara hjólandi til tannlæknis!

með þetta í huga hvað er ykkar skoðun ?

hvernig á að reglugera svona flug ?
ætti þessir menn að vera með strobe á vélum eða kraftmikil ljós ?
eiga þeir að tilkynna flug til flugumferðastjórn eða vera með talstöð á flugtíðni ?
má eyjapeyjinn fljúga til landeyjarhafna og til baka í 1000fetum ?
mætti svona flugmaður fljúga 10 km út á sjó og elta flagskip landhelgisgæslunar til hafnar ?
flug frá rvk og upp á topp Esju á góðu kvöldi ?

ég er Fpv flugmaður sem hef bara gaman að sjá heiminn í nýrri hæð, Vill ekki skemma fyrir ykkur viljandi !
sama skapi mig langar ekki mikið að verða meðlimur í módel klúbb ef það gæti hugsanlega bitnað á ykkur seinna meir :S

Re: ómannað flugfar

Póstað: 18. Maí. 2013 21:58:03
eftir Sverrir
Flugmódelklúbbar hafa ekkert að segja um loftrýmið og notkun þess, nema innan sinna eigin svæða og þá bara innan marka sem Flugmálastjórn setur þeim.

Annars er flugmódelflug flug þar sem flugmaðurinn horfir á módelið, svo FPV eins og menn hafa verið að fljúga það hér heima fellur ekki undir það.

Svo væri líka fínt að kynna sig. :)

Re: ómannað flugfar

Póstað: 18. Maí. 2013 22:28:19
eftir Patróni
Vel að orði komist Sverrir

Re: ómannað flugfar

Póstað: 19. Maí. 2013 18:24:34
eftir raRaRa
Sæll Drone.

Ég mæli með að lesa þennan þráð sem varðar flugmódelfélög og FPV:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=6000

Þar eru félög eins og Þytur búnir að taka afstöðu til FPV:

[quote=lulli]Stjórn Þyts hefur tekið afstöðu til FpV (eða Skjá-Flugs)
Við viljum mjög gjarnan að fpv flugmenn séu liðsmenn Þyts og gangi í félagið.
Um fpv-flug gildi einnig þær öryggisreglur sem þegar eru í gildi fyrir svæðið ,
auk þess sem sú meginregla gildi að flug utan sjónsviðs/athafnasvæði félagsins
sé EKKI á ábyrgð þyts.
Við viljum vinna með fpv áhugamönnum í að sníða til fpv svo það eigi góða samleið
með öllu öðru módelflugi á svæði félagsins.
Enda hefur sú stutta ,en góða reynsla af fpv á hamranesi sl. sumar ,bara sýnt gott fordæmi.


Það er alloft sem hlutir eru bannaðir ótímabært ,við megum alls ekki detta inn á þá bylgju.
Þetta er grasrót sem krefst fullrar hugsunar og ætla má að eigendur þessara tækja sýni
þá ábyrgð sem áskilin er enda væri hægt að misnota öll flugmódel og þyrlur. (með og án fpv.)
Kveðja Stjórn Þyts.[/quote]

[quote=Sverrir]Annars er flugmódelflug flug þar sem flugmaðurinn horfir á módelið, svo FPV eins og menn hafa verið að fljúga það hér heima fellur ekki undir það.[/quote]
Ég er ekki allveg sammála Sverrir. Flugmódelflug er ekki bara þegar horft er á módel í þriðju persónu. Ég hef aldrei heyrt að FPV flug sé flokkað sem annað fyrirbæri, þetta er ennþá flugmódel nema stjórnað í fyrstu persónu. Það væri líklega flokkað sem annað fyrirbæri ef þetta væri sjálfstýrt (e. drone eða UAV).


[quote=Drone]sama skapi mig langar ekki mikið að verða meðlimur í módel klúbb ef það gæti hugsanlega bitnað á ykkur seinna meir :S[/quote]
Öll flugmódelfélög ættu að taka á móti þessari tækni með jákvæðum nótum og fá FPV áhugamenn með sér í lið! Persónulega hef ég séð alltof mikla neikvæðni og hræðsluáróður gagnvart FPV áhugamálinu. Það fælir FPV áhugamenn frá flugmódelfélögum og veldur því að FPV menn fljúga einir án þess að fá hjálp frá reyndum flugmódelmönnum. Það eykur bara líkurnar að eitthvað fari úrskeiðis og bitni á öllum.

Endilega kynntu þér félagið Þytur og komdu við á Hamranesi á miðvikudagskvöldum! Þar ættu að vera margir meðlimir sem vilja hjálpa þér að komast í hobbíið! Ef ekki, þá endilega bjallaðu við mig!

Svo mæli ég sterklega með því að kaupa þér byrjendavél eins og HobbyKing Bixler og æfa þriðju persónu flug áður en haldið er áfram í FPV pakkann! :-)

Re: ómannað flugfar

Póstað: 19. Maí. 2013 23:16:13
eftir Agust
Sælir.
Segið mér félagar, hvað er "þriðju persónu flug"?

Með kveðju
Ágúst

Re: ómannað flugfar

Póstað: 19. Maí. 2013 23:49:21
eftir raRaRa
[quote=Agust]Sælir.
Segið mér félagar, hvað er "þriðju persónu flug"?

Með kveðju
Ágúst[/quote]

Sæll félagi,

Þegar ég nota setninguna "þriðju persónu flug" þá er ég að tala um þegar viðkomandi stjórnar flugmódeli að utan. Gott dæmi er þegar viðkomandi stendur á jörðinni og horfir upp á flugmódelið sitt. Það er svo kallað þriðju persónu sýn. (3rd person view).

Það er ekki óalgengt að fólk standi á grasi, möl, malbiki, palli eða jafnvel steypu þegar það stundar svo kallað "þriðju persónu flug". Skófatnaður er ekki skylda en kemur að góðum notum.

Vona að þetta hjálpi.

Re: ómannað flugfar

Póstað: 20. Maí. 2013 02:47:19
eftir Drone
Takk raRARA, ég vissi ekki að það var komin þráður sem fór svona langt í þetta.

persónulega þá sé ég ekkert að því að stunda þetta ef maður fer varlega. í kvöld fór ég og flaug vélinni minni upp fyrir rigninguna og náði gopro vidjó með ský undir og yfir priceless upp í 1300 metra hæð.

Re: ómannað flugfar

Póstað: 20. Maí. 2013 08:50:34
eftir Agust
Ég var að velta fyrir mér hvaða hugsun sé á bak við hugtakið "þriðju persónu flug":

Ég hef vanist þessari merkingu þegar talað er um "þriðju persónu":

Fyrsta persóna: Sá sem talar (ég)
Önnur persóna: Sá sem talað er við (þú)
Þriðja persóna: Sá eða það sem talað er um (hann, hún, það).

Þess vegna finnst mér "þriðju persónu flug" vera flug þegar einhver annar en þú eða ég er að fljúga.