Er að smíða mér minn fyrsta Quad copter, valdi að gera H-quad vegna þess hve einfaldur og stöðugur hann á að vera. Búinn að gera rammann og viktar hann 180 grömm. hann er c.a. 45x45 cm og mun fljúga X formation config (enda sama flugform á X og H).
Pantaði svo mótora og I86 stjórnborð frá Hobbyking, ásamt batteríi og hleðslutæki, en ákvað að taka Pre-flassaða ESC-a með simonk firmware beint frá ameríkuhreppi. Draslið á leiðinni í pósti. Hér má sjá rammann, set svo inn fleiri myndir þegar ég kemst lengra Planið á síðari stigum er að fara í "sjónflug" (FPV), en þarf víst fyrst að læra að fljúga þessu drasli...
Pantaðirðu ekki örugglega nóg af proppum? Ég er líklega búinn að fara með svona 50 proppa total í þessu ævintýri mínu... "fly it like you stole it"
Þetta lítur amk út fyrir að vera ágætis byrjun. Ég þekki ekki i86 borðið, en líklega í fínu lagi með það. Kannski ekki alveg það byrjendavænasta. Ég byrjaði með aeroquad, en hef verið að nota kk2.0 mest og kann mjög vel við. Hef líka verið að fikta með APM 2.5 en kk2 er svo þægilegt upp á setup o.fl.
ég ætla að nota gömlu góðu DT-750 (750kv) og 11x47 spaða og 3cell lipo. keypti 4 sett af spöðum til að byrja með (s.s. 8 cw og 8 ccw). Ég á Blade 120SR og er nú ekki búinn að brjóta alla spaða á henni en er orðinn slarkfær í að hovera henni og fá hana til að hlýða mér... þetta quad ævintýri er óvart samt. ætlaði beint í FPV með Skywalker en endaði einhverra hluta vegna í quad pælingum einu ástæðurnar fyrir því að ég tók i86 er að KK2 er búið að vera á backorder í margar vikur á Hobbyking (nennekki að bíða), og maður þarf ekkert tól til að forrita i86....
Hvernig hefur þér fundist að fljúga með APM2.5? er setuppið mjög flókið á því? Ég er ekki að tala um sjálfvirkni strax... bara hvernig það er að setja það upp til að fljúga í manual mode, með autolevel.
Ég er einmitt að spá í hvort ég eigi ekki að stökkva bara útí djúpu, og kaupa APM beint, enda er það þangað sem mig langar hvort eð er að fara....
kk2 finnst mér satt best að segja mikið betra í venjulegt flug. Það er auðvitað enginn mission planner, loiter, gps osfrv á því, en fyrir straight up flug er ég lang hrifnastur af því. Amk af þeim sem ég hef prófað.