Það sem ekki var gert við á Patró var þetta myndarlega boxaranef, sem var komið á vélina eftir knockout höggið frá terra firma þeirra Patreksfirðinga. Boxaranefið hafði vitaskuld engin áhrif á flugeiginleikana og hefur verið svona síðan. Sumir kalla þetta útlit "hjúkkuklossa".

Í dag reyndi ég að rétta úr nefinu með því að stinga því í um það bil 90° heitt vatn og sjá svo hvað gerðist.

Nefið rétti snarlega úr sér eftir ca einnar mínútu bað og lítur nú mun betur út! Einfalt og fljótlegt


Svona má oft laga frauðvélar sem hafa lent í hnjaski - ég mæli með því að prófa þetta!
Kv,
Árni H Bixlerbróðir