Flugmálastjórn Bretlands gefur út tilkynningu

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Flugmálastjórn Bretlands gefur út tilkynningu

Póstur eftir Björn G Leifsson »

... um að menn ættu að festa loftnetin betur.

Svokallað Air Safety Notice.
Sennilega fyrsta sinnar tegundar, þ.e.a.s. sem á við ómönnuð loftför.

Myndatökuþyrla með útbúnað fyrir vel á fjórðu milljónina fór í Thames ána um daginn. Menn (með atvinnuleyfi að mér skilst) voru að mynda mannfjölda sem var að vonast til að komast í X-factor upptöku.


Þyrlunni mun hafa verið flogið meðvitað yfir ánni en ekki mannfjöldanum. Þegar flugmaðurinn tók eftir að "turninn" með GPS og áttavitanema hafði losnað og hann fór að missa vald á henni þá lét hann hana fara niður.
Þyrlan sjálf flaut víst upp en myndavélin sem á að hafa kostað um 20.000 pund sökk til botns
Hóað var í kafara sem var boðin tvöföld borgun fyrir að ná í vélina svo koma mætti dýrmætri tökunni í hús.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Svara