Verslað mikið og nota alltaf PayPal. Þeir eru fínir. Fullt af ódýru dóti. En bera þarf í huga að þú getur fengið gallaða vöru því oft eru þetta hlutir sem hafa ekki farið í gegnum ítarlega gæðaskoðun eins og er með hluti frá t.d. Futaba osvfr.
Þegar ég kaupi á netinu, þá nota ég stundum PayPal og stundum fyrirframgreitt kreditkort.
Það getur munað á verði vörunnar eftir því hvor leiðin er valin. Það er stundum tekið fram.
Þegar ég nota fyrirframgreitt kort (mitt kallast Mastercard Plús) þá millifæri ég yfir á kortið í íslenskum krónum rúmlega það sem þarf til að greiða fyrir verð vörunnar og sendingu. Þá er erfitt að misnota kortið.
"Fyrirframgreitt kort en með öllum kostum kreditkorts, fríðindi og engin færslugjöld.
Kortið hentar einkar vel til dæmis þegar verslað er á Netinu. Höfð er sú upphæð á kortinu sem verslað mun vera fyrir og engin hætta er því á að tekið sé of mikið út af kortinu eða það misnotað.
Engin færslugjöld eru greidd af fyrirframgreiddum kortum og því hægt að spara töluverða upphæð á því.
Það er auðvelt að leggja inn á fyrirframgreidd í gegnum heimabanka. Farið er í gegnum AB gíróseðil í gegnum heimabanka og innborgunin berst okkur á örfáum mínútum.
Fyrirframgreidd kort eru alþjóðleg MasterCard greiðslukort og virka því út um allan heim"