Menn hafa verið að nota DJI Phantom fyrir ýmiskonar breytingar og fikt. Meðal annars:
- Skjáflug FPV með sendi á 5,8 GHz.
- Nota sjálfstillandi rambalda (gimbal) til að ná stöðugri videómyndum.
- Skipta um viðtæki og sendi, t.d. yfir í 9 rása Optima viðtæki og Aurora 9 sendi til að ná mun meiri drægni, hafa möguleika á aukarásum og fá upplýsingar til baka um rafhlöðuspennu.
- Setja hærri koltrefjalappir í stað plastlappa til að fá betra pláss fyrir rambalda.
- Ýmislegt fleira sem t.d. má sjá á Fasbókarsíðunni eða hér:
http://phantomguide.com/.
Sem sagt, þetta er tiltölulega ódýr búnaður "með öllu" sem hægt er að breyta og bæta.
Rambaldi er íslenska orðið fyrir gimbal:
http://ordabanki.hi.is/wordbank/terminf ... stResult=0