Síða 1 af 2

Re: FPV búnaður

Póstað: 24. Sep. 2013 11:40:15
eftir Agust
Sælir

Ég þykist vita að ýmsir hafa prófað FPV eða skjáflug og væru tilbúnir að miðla af reynslu sinni.

Það væri fróðlegt fyrir okkur sem ekki hafa prófað þessa tækni að læra af reynsluboltunum.


Í mínum huga hafa nokkrar spurningar vaknað.


1) Hvaða búnaður á 5.8 gHz hefur reynst vel (Fatshark, ... osfrv.)

2) Gleraugu eða skjár?

3) Er mikill munur á venjulegu kvartbylgjuloftneti og smára loftneti með hringpólun?

4) Hámarks drægni með einföldum loftnetum?

5) Eru vandamál með innflutning?

6) Reglugerðir og samskipti við P&F og tollinn.

7) Er svona búnaður CE merktur?

8) Er eitthvað hámarks sendiafl leyft á 5.8 gHz?


0.s.frv. .....

Re: FPV búnaður

Póstað: 24. Sep. 2013 23:03:32
eftir Tómas E
Ég skal reyna að svara því sem ég get :)


1) Hvaða búnaður á 5.8 gHz hefur reynst vel (Fatshark, ... osfrv.)

Þetta er allt mjög svipað sem er keypt frá þekktum síðum, sjálfur á ég boscam 200mw sem virkar mjög vel.
Fatshark notar samt aðrar tíðnir en flestir aðrir þannig að með fatshark gleraugum sem hafa innbyggða móttakara þarf að nota fatshark sendi eða sendi frá immersion rc minnir mig.

2) Gleraugu eða skjár?

Sjálfur vel ég gleraugu, minni orkunotkun og þarf ekki að spá í að sólin glampi á skjánum. Þau eru samt Ca. 2 sinnum dýrari.

3) Er mikill munur á venjulegu kvartbylgjuloftneti og smára loftneti með hringpólun?

Ég nota aðallega venjuleg loftnet ( half wave dipole, wee og stock dipole sem fylgja sendunum) en munurinn er að með hringpóluðum loftnetum áttu að fá minni truflanir eins og multi pathing (kann ekki íslenska orðið) og ef þau eru vel gerð þá drífa þau kannski 2x lengra en loftnetin sem fylgja.

4) Hámarks drægni með einföldum loftnetum?

Fer allt eftir tegund loftneta og afl sendis, td hefur einn komist 24km með 200mw 5.8, en með loftnetunum sem fylgja kemst sami sendir ekki nema 500-750m.
Til að fara svo langt þarf samt mjög stefnuvirkt loftnet á mótakaranum og antenna tracker til að miða á vélina.

5) Eru vandamál með innflutning?

Nei, hef sjáfur aldrei lent í neinu veseni.

6) Reglugerðir og samskipti við P&F og tollinn.

Á Íslandi virðast flestar FPV tíðnirnar vera alveg kolólöglegar en svo lengi sem þú notar engar neyðartíðnir þá er enginn að fara að kvarta yfir 10 mínútna flugi.

7) Er svona búnaður CE merktur?

Hef ekki mikið spáð í því en mér sýnist það vera mjög misjafnt.

8) Er eitthvað hámarks sendiafl leyft á 5.8 gHz?

Þekki það ekki vel en mig minnir að einhver hér á spjallinu hafi sagt að 5.8 sé ekki leyfilegt á neinu afli á Íslandi en þetta truflar engann...
Áður en þú pantar þér samt 1500mW sendi mundu að tvöfalt öflugri sendir þýðir bara 0.4x meiri drægni, mér finnst 500mw vera meira en maður mun nokkurntíman þurfa.
Meiri afl þýðir líka meiri orkunotkun og meiri fjarlægð sem þarf á milli sendisins og rc móttakarans.

Re: FPV búnaður

Póstað: 24. Sep. 2013 23:48:20
eftir Björn G Leifsson
8) 25 mW e.i.r.p. (www.erodocdb.dk/Docs/doc98/official/pdf/Rec7003e.PDF)


[quote]...en þetta truflar engann...[/quote]

Ertu viss?

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 01:14:47
eftir Tómas E
[quote=Björn G Leifsson]8) 25 mW e.i.r.p. (www.erodocdb.dk/Docs/doc98/official/pdf/Rec7003e.PDF)


[quote]...en þetta truflar engann...[/quote]

Ertu viss?[/quote]
Já. Mjög.

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 06:26:02
eftir Agust
Varðandi truflanir, þá er dreifing á Internetinu víða í uppsveitunum á "5.8 GHz". Þetta rifjaðist upp núna. Sjálfur er ég tengdur þannig við sendi sem er í 5 km fjarlægð á Háafjalli skammt frá Gullfossi. Hótelsvæðið á Geysi er á sömu rás.


Man ekki nánar um tíðnina en gæti komist að því. Ég þarf auðvitað að hafa þetta í huga ef ég fer að prófa FPV. Kannski í lagi.

Þetta er svokallað MIMO kerfi frá http://icecom.is/. Fann þetta á síðu þeirra: https://www.saftehnika.com/products/fre ... oduct-line

"Better to be safe than sorry". Ég hafði ekki hugsað út í þennan möguleika fyrr en nú.


http://www.abotinn.is/?page_id=16

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 07:19:40
eftir Agust
Tómas. Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar.

Varðandi Internetdreifikerfið á 5.8 GHz, þá er notast við miklu meira effektíft sendiafl en 25 mW eirp (equivalent isotropically radiated power). Sendiaflið er stór hluti úr watti og mögnun loftnets meiri en 10 dbi.

5,8 GHz er samnýtt "license free" tíðnisvið eins og 2,4 GHz og því gilda svipuð frumskógalögmál á þessum tíðnisviðum.

Það væri tiltölulega einfalt fyrir mig að gera tilraun. Etv. er hægt að hnika til senditíðninni á þessum PPV sendum til að minnka líkurnar á truflun. Auðvitað er þetta gagnkvæmt því FPV búnaðurinn gæti líka orðið fyrir truflun frá þessu Internetdreifineti.

Erlendis, þar sem mannfjöldinn er miklu meiri, ætti að vera meiri hætta á svona gagnkvæmum truflunum á 5.8 GHz, en ég minnist þess ekki að hafa séð umfjöllun um það.

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 08:14:37
eftir Agust
[quote=Björn G Leifsson]8) 25 mW e.i.r.p. (www.erodocdb.dk/Docs/doc98/official/pdf/Rec7003e.PDF)

[/quote]

Í þessu skjali kemur fram að á 2,4 GHz er hámarksafl 10 mW eirp (Bls 8) eða 100 mW á bls 12, eða 500mW (til 4W) á bls 28. Fjarstýrisendar okkar eru 100mW (20 Dbm) og líklega einnig routerarnir heima hjá okkur.

Á blaðsíðu 15 er getið um 2 wött, jafnvel 8 wött með leyfi, á 5.8 GHz. "...including all types of communications between vehicles (e.g. car-to-car), and between vehicles and fixed locations (e.g. car-to-infrastructure) ...". Sem sagt "vehicles and fixed locations" hlýtur að ná yfir það sem við erum að gera, ekki satt?

5795-5805 MHz eða 5,795-5,805 GHz virðist vera það tíðnisvið sem minnst leyfi þarf til að nota, ef ég skil þetta rétt.

Hummm...

Sannkallaður frumskógur, en öll dýrin eru vinir í skóginum og því ber okkur að taka tillit til annarra.

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 10:05:16
eftir Agust
Þegar ég skoða málið, þá sé ég að svona sendir+viðtæki er ekki svo óskaplega dýr ( http://www.uavshop.co.uk/catalog/produc ... cts_id=366 ) þannig að það er einfaldast að prófa bara hvort hætta sé á að maður sé að trufla. Kannski reynist þetta óþarfa áhyggjur.

Boscam er með 8 rásum sem hægt er að velja á milli þannig að svigrúmið til að velja aðra tíðni en Internetdreifingin notar er þónokkuð. 5705, 5685, 5665, 5645, 5885, 5905, 5925, 5945 MHZ

Takk aftur fyrir gagnlegar upplýsingar Tómas.

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 10:37:45
eftir Tómas E
Ekkert mál :) Margir sem nota 5.8 fljúga FPV saman, annar á hæstu mögulegu tíðninni og hinn á lægstu þannig að ég er viss um að þú getur fundið tíðni sem truflar internetið lítið eða ekkert.

Re: FPV búnaður

Póstað: 25. Sep. 2013 10:39:40
eftir raRaRa
Ég get gefið álit á nokkrum puntkum hjá þér.

2) Ég hef hingað til alltaf flogið með skjá. Það er mjög hentugt þegar þú ert að byrja í FPV þar sem það er auðvelt að taka augun af skjánum og horfa á vélina ef þörf ber á.
Í byrjun þá hafði ég alltaf "spotter" með mér sem var tilbúinn að benda á vélina ef ég lenti í því að missa video samband.
Hinsvegar hef ég keypt mér Fatshark gleraugu þar sem ég hef mjög oft lent í því að sólin glampi á skjáinn. Á enn eftir að prufa fljúga með þeim.

3 & 4) Ég hef bara reynslu á venjulegum "Rubber duck antenna" og "Patch antenna". Með 1.28GHz 600mw video sendinum þá náði ég um það bil 1km með Rubber duck antenna, en ég hef hingað til náð 10km án vandræða með patch antenna sem er sirka 8dbi. Ég reyndar optimizaði hann á 1.28GHz með því að skera af innri plötunni.
Ég fjallaði um það nánar hér: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic. ... 999#p36999

Þegar ég var í 10km fjarlægð þá átti ég í engum vandræðum með video merkið sem þýðir að ég átti nóg eftir. Ég ætti að ná a.m.k. 20km með 8dbi stefnuvirku loftneti.

5) Lottery ef hann er ekki CE merktur. Ég hef persónulega aldrei lent í neinu veseni, annars er alltaf hægt að redda sér radio amatör leyfi. Þá geturðu farið að senda út nokkur gigavött :-)