APM stýringin getur ýmislegt

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það hefur verið mikið umtal hérna um fjölþyrlur og myndatökuþyrlur svo mér datt í hug að setja hér inn tvö áhugaverð myndbönd um möguleika þessara stýringa, en fyrst smá inngangur.

ArduPilot Mega (APM) sjálfstýringarnar eru þróaðar í anda opins hug- og vélbúnaðar gegnum DIY-drones "klúbbinn". Það er hægt að nota þessar stýringar í nánast allar tegundir flygilda og farartækja. Þrjú stýrikerfi hafa verið þróuð: ArduCopter fyrir þyrlur (bæði hefðbundnar þyrlur og fjölþyrlur), ArduPlane fyrir vængjuð flygildi og ArduRover fyrir landfarartæki (og báta). Svo eru til nokkrar útgáfur af "Flugstjórnarforritunum", meðal annars fyrir Android sem sést í notkun í filmunum hér fyrir neðan. Mæli með að menn skoði DYIdrones vefinn og leiðbeiningarnar sem þar er að finna
Bæði tækin og forritunin hefur tekið gríðarlegum framförum síðan ég prófaði þetta fyrst fyrir um 2 árum.

Sú stýring (Wookong) sem ég held að komist næst þessari í getu kostar meira en tífalt meira og þá er eftir að bæta við einum $1300 ef maður vill fá möguleika á að forrita allt að 50 ferlipunkta! APM kostar um $160 og ekkert aukalega þó hún geti geymt hundruðir ferlipunkta og allt mögulegt meira en fína stýringin.

Það eru auðvitað til kínverskir klónar af þessum stýringum en af ýmsum ástæðum mæli ég ekki með þeim þó þær kosti minna.

Nei, ég fæ ekkert fyrir að auglýsa dótið en mér finnst bara vænt um þetta eftir að hafa fylgst með því og fiktað með það þennan tíma. Stórskemmtilegt að sjá hvað getur orðið til í net-tengdri sjálfboðavinnu, þ.e.a.s. þróunin á stýrikerfunum og flugstjórnarforritunum (ground control station). Allt er það ókeypis. Það eru aðeins tækin sem kosta eitthvað.


Strákarnir hjá http://www.steadidrone.com/ í Suður Afríku nota APM stýringar í sínar vélar og hér eru tvö skemmtileg myndbönd.

Hér sýna þeir nokkur grunnatriði og hvernig hægt er að festa ferlipunkta á flugi og láta flygildið síðan fara sömu leið aftur:


Og hér eltiham (Follow-me mode) sem virðist vera stórskemmtilegur möguleiki. Hlakka til að prófa það en ætli það verði fyrr en næsta sumar?

"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Tómas E »

Já þetta er snilld, ég er einmitt með klón af þessu á leiðinni, kostar ekki nema $76
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=37328
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E]Já þetta er snilld, ég er einmitt með klón af þessu á leiðinni, kostar ekki nema $76
http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... duct=37328[/quote]

Verður fróðlegt að heyra hvernig reynist. Hef séð nokkur ummæli um svona borð sem hættu að virka.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir hrafnkell »

Ég kom mínu klóni aldrei í loftið. Keypti svo frá 3dr og engin vandræði. Borðin eiga að vera eins, sömu componentar, teikningar o.fl. en það er eitthvað að. Hugsanlega lélegar lóðningar eða eitthvað.
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Tómas E »

Nú nú.. Mér leist svo vel á þetta eftir að lesa ummælin á hobbyking, spurning um hvort að þau hafi verið ritskoðuð aðeins.. :)
Ég á allavega von á því fljótlega og ég læt ykkur vita hvernig það virkar.
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E]... ummælin á hobbyking, spurning um hvort að þau hafi verið ritskoðuð aðeins.. :)[/quote]


Það er nú hægt að hrósa HK fyrir ýmislegt líka.
Þeir virðast ekki ritskoða ummælin á vefnum sínum, allavega skilja þeir eftir helling af neikvæðu um dótið. Þeir hafa líka séð sómann sinn í að vitna í upphafsmenn þegar þeir klóna opinn vélbunað (open-source hardware) og eru ekki að blekkja (lengur) með slíkt. Þeir gerðu það reyndar áður en ekki lengur að því er virðist.
Kannski eru þeir skárri með þetta en almennt gerist með Kínadót af því að það eru Ástralir sem eiga fyrirtækið og reka en ekki kínverjar?
Svona til skýringar, fyrir þá sem ekki þekkja, þá felst í hugtakinu "Open Source", leyfi fyrir hvern sem er að búa til og selja græjuna eftir sömu hönnunarforsendum/teikningum en að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Til dæmis verður að geta um uppruna/hönnuð á réttan hátt og ekki má breyta nema gefa nákvæmlega upp hvernig. HK brutu þetta fyrst þegar þeir klónuðu APM en voru fljótir að leiðrétta.

Ég er löngu hættur að nenna að kaupa ódýrt. Allavega ef ég ætla að nota dótið í eitthvað merkilegt.

Áður þótti manni líka rétt að versla við upphafsmennina og þar með styrkja þróunina. Nú er það reynda ekki eins sterk rök og áður. 3DRobotics sem er fyrirtækið sem Chris Anderson stofnandi DIYdrones setti á laggirnar til þess að framleiða þennan opna vélbúnað og styðja við alla þróunarmeðlimina, var nýverið að fá $30 milljóna áhættu/nýsköpunarfjárfestingu. Þetta er önnur slík fjárfestingin svo eitthvað hlýtur fjárfestum að lítast á framtiðina á einkadrónamarkaðnum.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Tómas E »

Jæja ég kom klónanum í hexacopterinn í dag og mér sýnist hann virka mjög vel, prófaði samt bara stabilize mode og loiter.
Það er eina sem ég hef áhyggjur af er að það gæti verið of auðvelt að fljúga núna :)
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Björn G Leifsson »

[quote=Tómas E]Jæja ég kom klónanum í hexacopterinn í dag og mér sýnist hann virka mjög vel, prófaði samt bara stabilize mode og loiter.
Það er eina sem ég hef áhyggjur af er að það gæti verið of auðvelt að fljúga núna :)[/quote]

Spennandi... Þú veist að það er eiginlega skylda að búa til vídeó-skýrslu :D


...ég veit, ég er ekki enn búinn að uppfylla skylduna almennilega sjálfur, en það kemur...
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Sverrir »

Ég er nú enn að bíða eftir frumflugsmyndunum frá þér! :P
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Tómas E
Póstar: 69
Skráður: 26. Júl. 2011 01:26:31

Re: APM stýringin getur ýmislegt

Póstur eftir Tómas E »

[quote=Björn G Leifsson][quote=Tómas E]Jæja ég kom klónanum í hexacopterinn í dag og mér sýnist hann virka mjög vel, prófaði samt bara stabilize mode og loiter.
Það er eina sem ég hef áhyggjur af er að það gæti verið of auðvelt að fljúga núna :)[/quote]

Spennandi... Þú veist að það er eiginlega skylda að búa til vídeó-skýrslu :D


...ég veit, ég er ekki enn búinn að uppfylla skylduna almennilega sjálfur, en það kemur...[/quote]
Það var reyndar planið en ég ákvað að fresta því vegna veðurs (15 m/s) :)
Svara