Síða 1 af 1
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 15. Des. 2006 23:51:36
eftir Sverrir
Var að spjalla við Offa rétt í þessu þegar hann kom með þetta snilldarorð, flugmóðir, spá í hvort það gæti ekki verið gaman að safna saman séríslenskum módelorðaforða?
Endilega skellið inn hér fyrir neðan orðum sem þið hafið heyrt í sportinu, ekkert endilega bara nýyrðum heldur líka því sem getur gagnast nýliðum sem lengra komnum.
Orðskýringar og þýðingar.
Flugmóðir = e-r sem kennir öðrum að fljúga, nemandi og kennari eru tengdir með naflastreng.
Hallastýri = aileron
Hæðarstýri = elevator
Hliðarstýri = rudder
Bensíngjöf = throttle
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 16. Des. 2006 01:17:36
eftir Haraldur
Sá sem kennir öðrum að fljúga hefur yfirleitt verið kallaður flugkennari.
Eitt nýtt orð.
útslag = throw.
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 16. Des. 2006 11:33:00
eftir Gaui
Einhvern tíman fyrir löngu var ég búinn að taka saman alveg rosalegan fjölda orða í ensku sem eiga við flugmódel og setja þau í lista. Ég ætlaði síðan að vera svakalega duglegur og þýða þau öll, en var ekkert kominn neitt svakalega langt. Þar sem þessi umræða er nú komin upp, þá datt mér í huga að skella þessum lista á vefinn (
http://flugmodel.is -- Orðalisti) og leyfa ykkur að skoða hann. Þeir sem vilja, geta komið með viðbætur (ég setti til dæmis orðið hans Haraldar í listann áðan) og ég bæti þeim við. Þeir sem vilja þýða eittt og eitt orð mega líka gera það og senda mér. Ég hugsa að ég renni í þetta núna fyrst þetta er komið á vefinn og hugsanlega reyni að klára þetta fyrir 2010.
Bæ ðö wei, þið megið benda mér á stafsetningarvillur, það er vel þegið og aldrei illa tekið. Eins má senda mér ábendingar um eitthvað sem er hreinlega vitlaust.
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 16. Des. 2006 14:30:32
eftir einarak
hvað er þá "ooze" ?
einsog segir í samsetningar-manualnum á Cessnunni minni; "If you have used enough epoxy, it will "ooze" out from the joint between the two ribs."
Btw... smíðin er hafin, kem með myndir þegar það er búið að ná puttunum í sundur....
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 16. Des. 2006 16:39:23
eftir Sverrir
...þá mun það streyma út úr samskeytum rifjana.
Re: Flugmódelorðabók
Póstað: 16. Des. 2006 17:07:55
eftir Gaui
Ég held að orðið „sullast“ myndi líklega lýsa því betur, eða „gubbast“ ef það er mikið.