Síða 1 af 1

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 27. Nóv. 2013 01:27:55
eftir kip
Hafa ekki örugglega allir séð þetta sem hafa áhuga á warbirds?


Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 27. Nóv. 2013 21:08:43
eftir Messarinn
Alltaf gaman af svona sögum takk fyrir þetta Kip

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 27. Nóv. 2013 22:33:05
eftir bf109g6
Bretar voru heppnir að fá pólverjana sér við hlið þó að pólverjarnir fengu ekki góðar móttökur frá bretum

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 27. Nóv. 2013 23:46:45
eftir Messarinn
Af 2,332 orrustuflugmönnum í Orrustunni um Bretland voru 145 pólverjar. í lok stríðsins voru um það bil 19,400 Pólverjar í "Pólska" flughernum í Bretlandi af um meira enn milljón RAF flugmönnum.
Í raun þá skiptu pólverjarnir ekki svo miklu máli í gangi stríðsins, vegna þess hversu fáir þeir voru
Enn þeir vöktu athygli á því hversu óhræddir og grimmir þeir voru enda hötuðu þeir þjóðverjana mikið meira enn Bretar

Wikipedia

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 27. Nóv. 2013 23:50:19
eftir bf109g6
Ef þú horfir á myndbandið þá sérðu að þeir skutu niður tvisvar sinnum meira en breskur ace :)

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 28. Nóv. 2013 00:12:44
eftir Sverrir
Skutu ekki Íslendingar í RAF flesta niður miðað við höfðatölu... ;)

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 28. Nóv. 2013 00:15:30
eftir Messarinn
Mesti flugás pólvera var G?adych, Boles?aw Michal "Mike" með 18 kills.
Mesti flugás Breta var Johnson, James Edgar "Johnnie" með 38 kills. Og hellingur af Bretum voru með meira enn 20 kills
Það ömurlega við þessa hörkuduglegu pólverja var að eftir stríð 1945-46 þurftu þeir að láta af hendi allt dótið sem þeir fengu frá RAF þar sem Pólland féll í hendur Sovétríkjana og kalda stríðið hófst. þeir gátu ekki farið heim og voru áfram í útlegð

Sjá Wikipedia

Re: Skemmtilegt viðtal við Spitfire flugmann

Póstað: 28. Nóv. 2013 20:38:25
eftir Patróni
Jaaa í bókinni Dansað í háloftum þá talar Steini Jóns um 12 viðurkennd "kills" enn hann vissi og talaði um að þau voru í raun 16 kills enn hann gat ekki sannað nema 12 kills.