Re: Geymsla á LiPo rafhlöðum
Póstað: 7. Jan. 2007 07:29:43
Ég var að skoða hvernig best sé að geyma Lithium Polymer rafhlöður. Mér brá þegar ég sá hve fljótar þær eru að skemmast "af sjálfu sér" við geymslu. Það er þó hægt að minnka þessa sjálfseyðileggingarhvöt með réttri umgengni.
Rétt aðferð: Geyma við lágan hita (ísskáp, en ekki frost) með um 40% hleðslu (spenna hverrar sellu um 3,8V). Rýmd rafhlöðu minnkar í 98% eftir árið.
Röng aðferð: Geyma við stofuhita með 100% hleðslu (4,2V). Rýmd minnkar í 80% eftir árið. (Minnkar í um 60% eftir tvö ár!).
Myndin hér fyrir neðan er frá http://www.batteryuniversity.com/partone-19.htm

Sjá einnig hér: http://barnson.org/node/1154
Sem sagt, best að geyma rafhlöðurnar hálfhlaðnar í ísskáp. Ekki geyma þær fullhlaðnar við stofuhita, eins og mönnum er tamt. Þetta eru fokdýrar rafhlöður þannig að rétt er að treina líftíma þeirra eins og hægt er.
Þetta vekur mann einnig til umhugsunar: Hver gömul er rafhlaðan sem maður er að kaupa, og hvernig hefur hún verið geymd í búðinni?
Rétt aðferð: Geyma við lágan hita (ísskáp, en ekki frost) með um 40% hleðslu (spenna hverrar sellu um 3,8V). Rýmd rafhlöðu minnkar í 98% eftir árið.
Röng aðferð: Geyma við stofuhita með 100% hleðslu (4,2V). Rýmd minnkar í 80% eftir árið. (Minnkar í um 60% eftir tvö ár!).
Myndin hér fyrir neðan er frá http://www.batteryuniversity.com/partone-19.htm

Sjá einnig hér: http://barnson.org/node/1154
Sem sagt, best að geyma rafhlöðurnar hálfhlaðnar í ísskáp. Ekki geyma þær fullhlaðnar við stofuhita, eins og mönnum er tamt. Þetta eru fokdýrar rafhlöður þannig að rétt er að treina líftíma þeirra eins og hægt er.
Þetta vekur mann einnig til umhugsunar: Hver gömul er rafhlaðan sem maður er að kaupa, og hvernig hefur hún verið geymd í búðinni?