Síða 1 af 1

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 19. Maí. 2014 22:14:57
eftir ÚlfarF
Góðan daginn, gaman að finna þessa skemmtilegu síðu og sjá hversu margir eru áhugasamir um þetta sport.
en ég keypti mína fyrstu þyrlu um daginn, Phantom 2 og er með allt þetta klabb a henni, og þetta er orðinn svolítil upphæð. Ég var að pæla hvernig þetta virkar með tryggingar á svona apparati, það er ekkert grín að tapa þessu.
ef það væri eitthver sem væri til í að fræða mig aðeins um þessi mál

Kv: Úlfar Finnson

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 19. Maí. 2014 23:13:36
eftir Tóti
Sæll Úlfar

Í grunninn eru tryggingarnar okkar að tryggja okkur fyrir því tjóni sem flugmódelið getur valdið.
Ef þyrlan krassar úti á túni og skemmist, þá er bara að gera við, eða kaupa nýja :)

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 21. Maí. 2014 21:29:01
eftir ÚlfarF
ég er nú samt nokkuð viss um að þú eigir að getað keypt sér tryggingu fyrir svona þyrlur.

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 21. Maí. 2014 22:29:14
eftir Tóti
Það gæti verið að þú getir tryggt þyrluna fyrir almennu tjóni.

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 22. Maí. 2014 13:47:14
eftir Björn G Leifsson
Það fer nú eftir því hvað þú átt við með "að tapa þessu". Þú ert væntanlega með heimilistryggingu sem tryggir fyrir tjóni á lausamunum skv. skilmálum. Hún gildir þó tæpast fyrir flugmódel eða önnur flygildi sem brotna við eðlilega notkun. Væri fróðlegt að vita hvort einhver hefur reynt að fá út úr heimilistryggingu fyrir slíku?

Tryggingin sem fylgir aðild að flugmódelfélagi er trygging gagnvart tjóni á "þriðja aðila" þeas ef flugverkfærið þitt veldur tjóni á fólki eða lausamunum sem ekki tilheyra þér eða þinni nánustu fjölskyldu. Ef þú flýgur t.d. á þinn eigin bíl eða ef þú flýgur á pabba þinn og slasar þá gildir sú trygging ekki um það. Svo eru takmarkanir á því hvar slík tryging gildir.
Það er hægt að tryggja hvað sem er. Meira að segja hægt að kaupa tryggingu fyrir því að amma þín fái hjartaáfall ef Liverpool tapar. Spurningin er bara hvað það kostar. Tryggingafélög reikna slíkt út fyrir hvert tilfelli fyrir sig þegar um slíkar sértryggingar er að ræða.
Það er auðvitað hægt að kaupa tryggingu fyrir tjóni sem verður ef þyrlan þín dettur niður og brotnar (slíkt gerist nokkuð oft) en mjög vafasamt að það borgi sig. Þú ættir einfaldlega að lesa skilmálana á þeim tryggingum sem þú hefur og tala við þitt tryggingafélag um hvað þú ert að hugsa þér.

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 22. Maí. 2014 18:04:34
eftir Ingþór
legg til að þú gangir í flugmódelfélag og fáir þannig aðgang að samtryggingu LÍM fyrir sjálffljúgandi fjölhreyfla myndavéla þyrluna þína, myndi samt athuga hvort tryggingin gildi við td. FPV flug innanbæjar, stjórnir flugmódelfélagana geta þó örugglega svarað því.

Re: dji Phantom tryggingamál við módelflug

Póstað: 29. Maí. 2014 18:26:46
eftir Björn G Leifsson
Spurning hvernig tryggingu Hlynursveins er með sem borgaði hans Phantom sem datt í sjóinn?