
Ég taldi nokkuð öruggt að þetta væri til í Litalandi. En, það ótrúlega er satt, þeir eru ekki með vatnspappír!
Þá rölti ég yfir götuna í N1 og spurði hvar sandpappírinn væri hjá þeim. Svarið var "Í Bílanaust."
Ég skundaði niður götuna og bað þá Bílnaustunga að sýna mér vatnspappír nr 240. Það gátu þeir ekki, en sögðu að líklega fengju þeir eitthvað af honum innan skamms, ekki seinna en í haust.
Þá var ekkert annað að gera en að fara út í sveit og leiðin lá í Býkó. Þeir eru með úrval af alls kyns sandpappír, en ekkert fínt fyrir vatn. (Hvað?)
Jæja, þá neyddist ég til að aka út í næsta sveitarfélag þar sem Húsasmiðjan er staðsett. Sú verslun opnar ekki fyrir almenning fyrr en klukkan 10 !!! en þar sem timbursalan var opin, þá svindlaði ég mér inn, fór í málningardeildina og fann loksins það sem mig vantaði.
Það hlýtur að vakna spurningin: Er samráð í framboði á vatnspappír í verslunum á Akureyri? Má enginn selja svoleiðis nema Húsó? Hvað fá hinir að selja sem Húsó er ekki með á boðstólum?
