Síða 1 af 1

Re: Ódýrar klemmur

Póstað: 17. Jan. 2007 22:34:03
eftir Gaui
Ég var að rölta um Tiger um daginn og rakst þá á box með 20 klemmum á 200 kall. Ég sá strax að hægt væri að nota þessar klemmur við smíði flugmódela og keypti mér tvö box.

Mynd

Ég er síðan búinn að nota þessar klemmur við að halda vef á milli vængbita á Super Cub. Þær virkuðu alveg frábærlega:

Mynd

Hefur einhver annar fundið eitthvað nothæft í ólíklegri verslun?

Re: Ódýrar klemmur

Póstað: 11. Jún. 2008 23:39:55
eftir Guðjón
Hefuru séð þessar aftur eða varstu bara heppinn :)

Re: Ódýrar klemmur

Póstað: 11. Jún. 2008 23:49:41
eftir Gaui
Ég hef ekki gáð nýlega í Tiger. Ég veit að þær eru líka til í Pennanum, en eru bara dýrari þar.

Re: Ódýrar klemmur

Póstað: 29. Sep. 2008 22:18:50
eftir jons
Þessar fást ennþá í Tiger. Sá þær þar fyrir tilviljun um daginn og mundi eftir þessum pælingum.