Skjalið vista ég síðan í Dropbox þannig að auðvelt er að nálgast það úr öðrum tölvum.
Í hverju Excel skjali er hægt að vera með margar síður sem valdar eru með flipum neðst á síðunni. Ég nota eina síðu fyrir hvert módel.
Inn á síðuna hendi ég síðan myndum, úrklippum, textamiðum (text-box), töflum, efnislistum, krækjum að vefsíðum, o.fl. Er ekkert að vanda uppsetninguna, enda nota ég þetta sem eins konar vegg-töflu með minnismiðum, o.þ.h.
Þetta hefur reynst mér vel og gott að hafa allt á einum stað.
Þess má geta að vinnufélagi minn sem heitir Yrsa hefur samið nokkrar glæpasögur með hjálp Excel, svo ýmislegt er hægt að gera.
Hér fyrir neðan er ein síða varðandi svifflugu sem ég hef verið að spá í.
