Síða 1 af 1

Re: TF-NPK Douglas DC-3 (Páll Sveinsson)

Póstað: 17. Júl. 2014 20:27:29
eftir gisli71
Þessa dagana er Douglas DC-3 (C-47A) TF-NPK "Páll Sveinsson" í flugskýli ITS á Keflavíkurflugvelli. Þar er verið breyta vélinni úr ábúrðarflugvél í farþegaflugvél. Búið er að fjarlægja allt sem tilheyrði áburðardreifingu og er verið að taka vélina í gegn alveg frá toppi til táar. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru af þristinum í dag. Verkið er unnið af flugvirkjum ITS (Icelandair Technical Services) í samráði við Erling Andreassen flugvirki DC-3 Þristavina.

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: TF-NPK Douglas DC-3 (Páll Sveinsson)

Póstað: 25. Júl. 2014 20:20:22
eftir Messarinn
Flott hjá þér Gísli að setja inn myndir af þessu takk fyrir , vonandi seturðu inn fleiri myndir eftir því sem líður á.
Ég er þrista vinur frá upphafi og vissi ekkert um að það væri byrjað á þessu ;)

Kv Gummi

Re: TF-NPK Douglas DC-3 (Páll Sveinsson)

Póstað: 25. Júl. 2014 20:38:09
eftir Sverrir
Snjáldurskinnan klikkar ekki en ef hún skyldi gera það þá er alltaf http://dc3.is/.

Varstu ekki bara of mikið í útlöndum! ;)

Re: TF-NPK Douglas DC-3 (Páll Sveinsson)

Póstað: 25. Júl. 2014 20:55:28
eftir Messarinn
Jú allveg dottinn útúr sportinu hehe