Síða 1 af 1
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 12. Ágú. 2014 15:56:08
eftir Sverrir
Hin árlega
stórskalaflugkoma Einars Páls verður haldin á Tungubökkum
laugardaginn 16.ágúst(frestað) sunnudaginn 17.ágúst nk. og hefst kl.10. Lesa má um
flugkomuna í fyrra hér á spjallinu.

Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 14. Ágú. 2014 14:34:14
eftir Jónas J
Það er spáð einhverjum vindi á laugardaginn

en mun betra á Sunnudaginn. Þetta er kannski ekki neitt neitt ?
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 14. Ágú. 2014 15:28:52
eftir Sverrir
Voðalega eru menn eitthvað veðurhræddir! Vitið þið ekki að við búum á Íslandi!!!
Nei, þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af og svo er dagurinn ekki runninn upp enn!

Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 15. Ágú. 2014 16:04:06
eftir Sverrir
Sjáumst á morgun!
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 15. Ágú. 2014 19:23:19
eftir Gauinn
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 16. Ágú. 2014 08:48:56
eftir Agust
Stefnir ekki allt í góðan dag á Tungubökkum?
Hvernig ætli veðrið sé þar núna? Vindurinn?
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 16. Ágú. 2014 09:02:57
eftir Sverrir
Það er annað hvort að fá sér bíltúr upp eftir eða bjalla í Einar Pál.

Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 16. Ágú. 2014 09:55:21
eftir villtur
Re: Stórskalaflugkoma Einars Páls sunnudaginn 17.ágúst
Póstað: 16. Ágú. 2014 11:23:12
eftir Sverrir
Ekki alveg svo slæmt, hér er svo Korpan, menn geta þá tekið meðaltalið og fengið veðrið í Mosó, svona cirka.
http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysing ... t2102.html
En það hringsnýst annars allt hérna svo Einar ætlar að reyna aftur á morgun... en Maggi er farinn í loftið.