Síða 1 af 1
Re: Vatnskassa net
Póstað: 24. Jan. 2007 20:28:55
eftir Messarinn
Hér er eitt gott ráð til að búa til grind og net fyrir ýmis op á scala flugmódelum
Þetta er moskva net renningur á rúllu sem er notaður til að líma yfir samskeyti á gifsplötum
fæst í Húsó og Byko. Það skemmtilega við þetta net er að það er lím öðrumegin svo auðvelt er að festa það á balsa grind og fleira.

Re: Vatnskassa net
Póstað: 24. Jan. 2007 20:33:17
eftir Messarinn
Ég er að setja vatnskassana á YT spitfire vænginn og nota þetta þar. Ég festi netið þó betur með nokkrum lím dropum
hér og þar. Spurning hvort að hægt sé að fá breiðari rúllu af þessu.
Þessi rúlla sem ég er með hér er 5cm á breidd.

Njótið félagar
kveðjur GH
Re: Vatnskassa net
Póstað: 24. Jan. 2007 20:57:58
eftir Sverrir
Flottur, svo má líka benda á músanet í sama tilgangi

Re: Vatnskassa net
Póstað: 25. Jan. 2007 09:29:50
eftir einarak
Þarf ekkert að vera nauðsýnlegt að geta komist með góðu móti í servoið sem er í klefanum?
Re: Vatnskassa net
Póstað: 26. Jan. 2007 18:56:23
eftir Messarinn
Jú og Það er auðvelt því vatnskassinn(klefinn) er skrúfaður á vænginn með 4 skrúfum

Re: Vatnskassa net
Póstað: 18. Nóv. 2007 07:02:00
eftir Pétur Hjálmars
Ég hef aldrei fengið GÓÐ ráð í neinni Húsasmiðu eða BYKO.
Þar eru oftast misvitrir menn sem ekki geta klárað sinn iðnskóla og eða þaðan af síður sveinspróf eða allra síst
meistarapróf .
Kanski fá þeir mislælegt háskólapróf , vegna lélegrar starfsmenntunar (eins og þekkt er).
Varið ykkur á guðfræðingum, þeir vita ekkert um flug á himni.
Bestu Kveðjur (af himni )
Pétur Hj.
.
Re: Vatnskassa net
Póstað: 18. Nóv. 2007 10:37:29
eftir kip
[quote=Pétur Hjálmars]Ég hef aldrei fengið GÓÐ ráð í neinni Húsasmiðu eða BYKO.
Þar eru oftast misvitrir menn sem ekki geta klárað sinn iðnskóla og eða þaðan af síður sveinspróf eða allra síst meistarapróf.
Kanski fá þeir mislælegt háskólapróf, vegna lélegrar starfsmenntunar (eins og þekkt er).
Varið ykkur á guðfræðingum, þeir vita ekkert um flug á himni.
Bestu Kveðjur (af himni )
Pétur Hj.[/quote]
Það er skemmtileg tilviljun að það er einmitt góður maður í flugmódelfélagi Akureyrar með meistarapróf, og vinnur í Byko.
Kenning þín er hér með skotin niður

Re: Vatnskassa net
Póstað: 19. Nóv. 2007 09:37:37
eftir ErlingJ
eins og ég hef sagt hérna einhverstaðar áður þá vinn ég í Poulsen ehf, við seljum ýmsar gerðir af netum,riðfrít, galf , kopar, soðið og ofið , möskvasærðir frá 100 (cirka 0,2mm) möskvar á tommuna upp í 1 (2,54mm) möskva á tommu.
þetta er metersbreið net og er selt í metravís (já það er hægt að kaupa 10cm renning).
kveðja
Erling