Síða 1 af 1

Re: Stefnir í F3F fjör í Danmörku 2016

Póstað: 2. Nóv. 2014 22:10:07
eftir Sverrir
Danir eru að undirbúa tilboð í að halda heimsmeistarakeppnina í F3F árið 2016. Kosið verður úr innsendum tilboðum(eins og er eru Danir þeir einu sem hafa lýst yfir áhuga) á CIAM fundi vorið 2015. 2014 keppnin var haldin í Donovaly í Slóvakíu en þeir voru plagaðir af miklu vindleysi og aðeins náðist að fljúga fjórar umferðir. Vonum að betur gangi hjá Dönum 2016, þ.e.a.s. ef þeim hlotnast hnossið.