Hér er fróðlegt myndband sem sýnir hve miklu auðveldara er að lenda ef maður getur notað flapsana ásamt báðum hallastýrum upp sem lofthemla (crow eða buttefly) miðað við að setja eingögu bæði hallastýrin upp (spoilerons).
Þegar maður notar kráku eða fiðrildi (crow eða butterfly) lofthemla, þá er maður í reynd kominn með ofur mikið washout eða vængvinding. Þannig er hægt að hægja mikið á ferðinni (toga í hæðarstýrið) án þess að eiga á hættu að vélin ofrísi hættulega. Einnig er oft hægt að steypa vélinni næstum lóðrétt niður án þess að hún auki hraðann verulega.