Síða 1 af 1
Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 01:17:05
eftir Sverrir
Christopher Garrod's ASH25, 40% skali, 10.6 metra vænghaf, 24.5 Kg, tekið í La Banne d'Ordanche, Auvergne, Frakklandi í júlí 2012. En getur einhver sagt okkur hvernig myndin var tekin!?

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 12:20:25
eftir Gaui
Með dóna?

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 12:50:57
eftir Sverrir
Engin dóni viðstaddur.

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 17:23:47
eftir Böðvar
Með "selfie camera"
Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 17:56:18
eftir Sverrir
Heitur!
Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 4. Feb. 2015 18:23:59
eftir Árni H
Svona?

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 5. Feb. 2015 01:23:24
eftir Sverrir
Sama vél en ekki sama sjónarhorn.
Á þessari mynd frá Árna er líka vísbending sem hjálpar til við lausn gátunar.
Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 5. Feb. 2015 10:55:41
eftir Árni H
Ég giska á þessa frumlegu selfiestöng þarna á vængnum - með lífsháskamyndavélina á neðri stönginni ætti að vera hægt að ná svona mynd...

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 5. Feb. 2015 14:56:45
eftir Sverrir
Ljósmynd úr myndavélinni eins og hún sést á myndinni í póstinum frá Árna er hér að neðan en eins og sést á myndinni frá Árna er neðri festingin laus, hún byrjaði að losna í ókyrrð sem flogið var í gegnum, og eftir að upp var komið þá gaf hún sig alveg og myndavélin stakk af en náði samt þessari flottu mynd sem við sjáum í fyrsta póstinum.

Re: Mögnuð mynd frá Frakklandi
Póstað: 5. Feb. 2015 15:34:39
eftir Árni H
Það hlaut að vera einhver svartigaldur við þetta hjá fransmönnum! Það er einnig aðdáunarvert að finna myndavélina eftir svona flugferð
