Smíðin er fín og vönduð þó hún komist ekki í sama flokk og topp vélar frá evrópskum framleiðendum en þá tvöfaldast líka verðmiðin og það eru ódýrari módelin í þeim geira. En þetta reddast nú örugglega í vikunni fyrst Bjarni og Sigmundur eru byrjaðir að hræra í haftapottinum góða!

F3F skrokkur og skrokkur fyrir rafmagnsmótor.

Hér sést munurinn á skrokkunum vel.

Svo er að koma servóum í vængina, matarfilma kemur í veg fyrir að servóin festist þegar ramminn er límdur í.

Voila, takið svo eftir hvernig þarf að taka úr tenginu til að fá fulla hreyfingu.

Servóið komið á sinn stað.

Svo má ekki gleyma að ganga frá samtengingunum.
