Síða 1 af 2
Re: Straton
Póstað: 16. Jún. 2015 14:02:17
eftir Sverrir
Rakst á þessa vél hjá
vinum mínum í Staufenbiel fyrr á árinu og leist bara ansi vel á hana svo ég ákvað að skella mér á hana þegar hún var auglýst með 10% sýningarafslætti eina helgina í mars. Ég náði svo í hana í Danmörku í lok apríl og kippti með heim.
Vænghaf: 500 cm
Lengd: 225 cm
Þyngd: 8,4 kg
Mótor: 310 kV
Vængflötur: 165 dm
2
Vængsnið: HQ/W-2,5/12 + HQ/W-2,5/11 + HQ/W-3/10,5
Kassinn er ekkert alltof stór fyrir fimm metra vél.
Allt á sínum stað.
Vel gengið frá hlutunum.
Byrjum á samsetningarvöggu fyrir skrokkinn.
Líma, líma, líma.
Allt beint og á sínum stað.

Re: Straton
Póstað: 19. Jún. 2015 15:00:49
eftir maggikri
Svakalega mikil vél hjá kallinum. Sex metra vélin er ekkert mikið stærri skrokklega séð.
Kv MK
Re: Straton
Póstað: 20. Jún. 2015 00:10:06
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Svo ég skipti þeim út fyrir 3mm teina og clevis á báðum endum.[/quote]
Ég myndi lóða annað settið fast -- lím er hugsanlega ekki nóg, sérstaklega með tilliti til þess að það er mótor í vélinni - og þó það séu ekki miklar líkur á miklum titringi, þá þarf ekki mikið til.

Re: Straton
Póstað: 20. Jún. 2015 07:55:31
eftir Árni H
Glæsileg fluga! Fyrst las ég samt "Strapon" og svo hélt ég augnablik ad um væri ad ræda 5 metra Thunderbolt!
Note to self: Ny gleraugu...

Re: Straton
Póstað: 20. Jún. 2015 08:18:52
eftir Steinþór
Rosalega flott til lukku kv Steini litli
Re: Straton
Póstað: 15. Júl. 2015 23:30:10
eftir Sverrir
Re: Straton
Póstað: 16. Júl. 2015 10:26:27
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Hilla smíðuð undir móttakarann, fáum loftnetið líka ofar og upp fyrir carbon-ið.[/quote]
Ég er svo vænisjúkur og viss um óhöpp að ég mundi bora tvo lítil göt á skrokkinn og stinga loftnetunum út fyrir glerfíberinn, jafnvel þó það sé ekki grafít í honum. :/

Re: Straton
Póstað: 16. Júl. 2015 11:50:35
eftir Sverrir
Kevlar-ið er ekki sátt við að vera kallað glerfíber!
Í sumum tilfellum er ekki hjá því komist að skella sér út fyrir skrokkinn öryggisins vegna, nefið á
Strega er kevlar að hluta en allt fyrir aftan það og vængirnir eru carbon svo þar er talsverð hætta á að skuggasvæðum við ákveðin sjónarhorn. Það er hins vegar engin þörf á því í þessu tilfelli þar sem aðeins er um carbon styrkingar á hluta skrokksins að ræða og hægt að sneiða hjá þeim með staðsetningu móttakaranna inn í skrokknum.
Re: Straton
Póstað: 18. Júl. 2015 01:16:48
eftir Sverrir
Vagninn kominn upp á borð og breytingar hafnar.
