Síða 1 af 2

Re: Straton

Póstað: 16. Jún. 2015 14:02:17
eftir Sverrir
Rakst á þessa vél hjá vinum mínum í Staufenbiel fyrr á árinu og leist bara ansi vel á hana svo ég ákvað að skella mér á hana þegar hún var auglýst með 10% sýningarafslætti eina helgina í mars. Ég náði svo í hana í Danmörku í lok apríl og kippti með heim.

Vænghaf: 500 cm
Lengd: 225 cm
Þyngd: 8,4 kg
Mótor: 310 kV
Vængflötur: 165 dm2
Vængsnið: HQ/W-2,5/12 + HQ/W-2,5/11 + HQ/W-3/10,5

Kassinn er ekkert alltof stór fyrir fimm metra vél.
Mynd

Allt á sínum stað.
Mynd

Vel gengið frá hlutunum.
Mynd

Byrjum á samsetningarvöggu fyrir skrokkinn.
Mynd

Líma, líma, líma.
Mynd

Allt beint og á sínum stað.
Mynd

Re: Straton

Póstað: 19. Jún. 2015 13:48:02
eftir Sverrir
Vængurinn er fjórskiptur, hér sést hallastýrið.
Mynd

Ágætis spaði á henni.
Mynd

Thunderbolt hvað!
Mynd

Tveir og hálfur meter, takk fyrir.
Mynd

Mynd

Flaparnir eru á stærð við góðar hlöðudyr.
Mynd

Mynd

2mm teinarnir sem fylgdu með fyrir stýrifletina voru í stökkara lagi.
Mynd

Svo ég skipti þeim út fyrir 3mm teina og clevis á báðum endum.
Mynd

Sómir sér vel með systrum sínum.
Mynd

Re: Straton

Póstað: 19. Jún. 2015 15:00:49
eftir maggikri
Svakalega mikil vél hjá kallinum. Sex metra vélin er ekkert mikið stærri skrokklega séð.
Kv MK

Re: Straton

Póstað: 20. Jún. 2015 00:10:06
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Svo ég skipti þeim út fyrir 3mm teina og clevis á báðum endum.[/quote]

Ég myndi lóða annað settið fast -- lím er hugsanlega ekki nóg, sérstaklega með tilliti til þess að það er mótor í vélinni - og þó það séu ekki miklar líkur á miklum titringi, þá þarf ekki mikið til.

;)

:cool:

Re: Straton

Póstað: 20. Jún. 2015 07:55:31
eftir Árni H
Glæsileg fluga! Fyrst las ég samt "Strapon" og svo hélt ég augnablik ad um væri ad ræda 5 metra Thunderbolt!

Note to self: Ny gleraugu... ;)

Re: Straton

Póstað: 20. Jún. 2015 08:18:52
eftir Steinþór
Rosalega flott til lukku kv Steini litli

Re: Straton

Póstað: 15. Júl. 2015 23:30:10
eftir Sverrir
Takk!
[quote=Gaui]Ég myndi lóða annað settið fast -- lím er hugsanlega ekki nóg...[/quote]
Gengjulím virkar líka mjög vel.


Fékk senda nýja spaða, Aeronaut eru ekki gefnir upp fyrir nógu mikinn snúning.
Mynd

Hilla smíðuð undir móttakarann, fáum loftnetið líka ofar og upp fyrir carbon-ið.
Mynd

Mótorinn á sínum stað og snúrur frá honum tryggðar.
Mynd

Powerbox rofi, rafhlöðurnar fyrir hann verða svo sitt hvoru megin við „bensíntankinn“. Rétt grillir í 85A hraðastillinn undir gólfinu, XT90 tengi á honum.
Mynd

Filma sett í botninn á nefninu og þynging steypt í hana, verður svo límd föst í réttri þyngd þegar á þarf að halda.
Mynd

Re: Straton

Póstað: 16. Júl. 2015 10:26:27
eftir Gaui
[quote=Sverrir]Hilla smíðuð undir móttakarann, fáum loftnetið líka ofar og upp fyrir carbon-ið.[/quote]

Ég er svo vænisjúkur og viss um óhöpp að ég mundi bora tvo lítil göt á skrokkinn og stinga loftnetunum út fyrir glerfíberinn, jafnvel þó það sé ekki grafít í honum. :/

:cool:

Re: Straton

Póstað: 16. Júl. 2015 11:50:35
eftir Sverrir
Kevlar-ið er ekki sátt við að vera kallað glerfíber! ;)

Í sumum tilfellum er ekki hjá því komist að skella sér út fyrir skrokkinn öryggisins vegna, nefið á Strega er kevlar að hluta en allt fyrir aftan það og vængirnir eru carbon svo þar er talsverð hætta á að skuggasvæðum við ákveðin sjónarhorn. Það er hins vegar engin þörf á því í þessu tilfelli þar sem aðeins er um carbon styrkingar á hluta skrokksins að ræða og hægt að sneiða hjá þeim með staðsetningu móttakaranna inn í skrokknum.

Re: Straton

Póstað: 18. Júl. 2015 01:16:48
eftir Sverrir
Vagninn kominn upp á borð og breytingar hafnar.
Mynd