Síða 1 af 1

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 22. Feb. 2007 13:51:06
eftir Agust
Fyrir nokkru vorum við Offi að spjalla um hávaða frá flugmódelum og nálægð flugvallarins við útivistarsvæðið við Hvaleyrarvatn.

Ég fann grein í tímariti Þyts desember 1990 sem fjallar einmitt um þessi mál. Greinin er næstum tveggja áratuga gömul.

http://brunnur.rt.is/ahb/pdf/havadi.pdf

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 22. Feb. 2007 14:42:30
eftir Sverrir
Við ræddum einnig þessi mál lítillega haustið 2005 > http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=235

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 22. Feb. 2007 17:15:37
eftir Agust
Ég var búnn að steingleyma því að ég hafði bent á þetta áður :) Jæja, sjaldan er góð vísa...

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 22. Feb. 2007 18:33:02
eftir Sverrir
Satt er það, spurning hvort þetta er ekki hlutur sem full ástæða er til að skoða fyrir komandi tímabil á hverju ári, hamra þetta aðeins inn í vitundina hjá mönnum.

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 23. Feb. 2007 09:14:02
eftir Sverrir

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 23. Feb. 2007 12:58:21
eftir Agust
Takk fyrir þessar áhugaverðu krækjur Sverrir.

Hafið þið tekið eftir því hve miklu eðlilegra hljóðið verður þegar góður hljóðdeyfir er notaður? Finnst ykkur ekki leiðinlegt þegar fallegt skalamódel hljómar eins og Trabant eða keðjusög? Þegar góður hljóðdeyfir er notaður heyrist nánast ekkert annað hljóð en hljóðið frá spaðanum. Engir óreglulegir mótorsmellir.

Re: Hávaði frá flugmódelum

Póstað: 23. Feb. 2007 19:39:59
eftir Sverrir
Ég var með Pitts muffler frá Bison í GP Stuka sem ég átti, hann var á OS .61FX og þetta var allt, allt annað hljóð :)