Ég kíkti við í Tower Hobbies og fékk eintak af einum Williams bróður í sömu stærð og módelið:

Ég ætla að reyna að láta þenna Williams bróður líta út svipað og von Richthofen á þessari mynd:

Hér sést hvað maður fær þegar maður kaupir svona bróður: tvo höfuðhelminga, fram- og afturbúk niður undir axlir, gogglur og lauslegar leiðbeiningar.

Steypan á þessum hlutum eru ekkert sérlega flott og því þarf að pússa hjlutana sem falla saman til að hægt sé að líma þá. Það er best gert með því að leggja smá sandpappír á borðið og renna hlutunum fram og aftur þar til þeir snertast sæmilega vel.

Þá er hægt að líma þá saman með módellími. Teygjurnar eru svona tannréttingateygjur, sem eru óvenjulega sterkar og alveg nákvæmlega af réttri stærð fyrir þetta verkefni.

Undir öxlunum er smá vankantur og hann þarf að slétta:

Það er aftur gert á sandpappírnum og nú er pússað þar til vankanturinn losnar frá. Þá er neðri brún Manfreds orðin slétt


Meira síðar.
