Síða 1 af 1

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 18:31:31
eftir Jón Björgvin
Sælir felagar!

Ég er að leita að byrjanda modeli fyrir einn félaga.
Hvað mynduð þið kaupa ykkur í dag ef þið væruð að byrja í sportinu??

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 20:38:07
eftir Sverrir
Bixler hefur verið vinsæll.

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 21:38:48
eftir Árni H
Ég tek undir það - Bixler eða svipaðar vélar hafa verið að gagnast vel hjá okkur.

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 22:25:49
eftir Agust
Ég lærði á módel með balsavæng, brothættum plastskrokk og glóðarhausmótor fyrir um 30 árum. Allt sumarið fór í að líma og lagfæra. Það hefði verið munur að eiga Bixler þá.

Margir okkar eiga Bixler í dag til að leyfa öðrum að prófa eða bara til að fljúga. Bixlerinn þolir vel að verða fyrir hnjaski og auðvelt er að gera við brotinn skrokk eða væng með súperlími. Margir Bixlerar, þar á meðal minn, eru marglímdir og forljótir, en þannig á ekta Bixler einmitt að vera. Menn hafa sett myndavélar, sjónvarpssenda og flugtölvur í Bixler og sent þá í margra kílómetra mannlaust flug...

Mæli með Bixler sem fyrstu vél :)

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 22:49:59
eftir Jón Björgvin
Snilld þá erum við á sama máli! Þetta var eina vélin sem mér fannst vera sniðug í dag fyrir byrjendur! ???

Re: Hvað er besta byrjanda modelið í dag?

Póstað: 29. Nóv. 2015 23:11:18
eftir Flugvelapabbi
Sæll jon
Eg held ad Jon Petursson eigi eina oselda ennþa
kv
Einar Pall