Ef maður fer á línkinn í fyrsta póstinum (þínum Maggi) þá er strax hægra megin listi yfir búðirnar þeirra sem virðast bara vera tvær, ein í París og hin í Bordeaux:
Þetta var á Louvregötu númer 3 og ég var nú ekkert í aðstöðu til að leita að fleirum heldur. Jú konan tók myndina að minni beiðni, ég vildi geta sannað afrekið, rétt eins og þegar Hillary komst á tindinn og lét afmynda sig þar.
Reyndar er talsvert úrval þarna og tvær hæðir. En það virtist ekki hröð umsetning á flugdótinu ef marka má rykdreifinguna og útstillingar lögðu áherslu á "leikföngin" frekar en ðö ríl stöff. Nokkuð myndarlegir staflar af módelkössum á neðri hæðinni og gott spýtna og stangaúrval. Kovveríng bara til í metratali af rúllum og lítið úrval. Í einu horninu voru kassar með bæklingum svokölluðum "Walkaround" myndabæklningum um allar mögulegar flugvélar og fleira en því miður engin um neitt sem mig lagaði í svo sem B24.
Eins og gengur þá hefði eflaust ýmislegt komið upp úr skúffum og hornum ef ég hefði spurt meira en franskan mín er ekki það góð ("Mussjur, önn bjerr sílvúple",,, sko ég kann smá

) að ég legði út í neinar dýpri pælingar með köllunum svo eftir 15 mínútur eða svo labbaði ég mér út og beið eftir konunni (sem hafði gefið mér hálftíma).
Þá varð ég vitni að nokkuð skemmtilegu, sem ég hefði eiginlega átt að mynda... en...ojæja... stundum gleymir maður sér.
Tveir Vespuvæddir froskar höfðu snert hvor annan ótilhlýðilega á götunni og öðrum var eitthvað illt í hnénu en haltraði nú liðlega um þrátt fyrir það. Hjólin virtust óskemmd.
Greinilega hafði verið hringt í viðeigandi yfirvöld og von bráðar birtist stærðar sjúkrabíll, tækjabíll frá slökkviliðinu (Pompiers) og lítil rúta með þrettán lögreglumönnum og konum kom síðust með blikkandi ljósum og sírenuvæli miklu. Svæðið var snarlega girt af með keilum, sjúkrabíllinn fór fljótlega en lögreglufólkið vann markvisst að því að yfirheyra nærstadda og virtist eins og hver löggi (af þessum 12 eða 13!) tæki sína skýrslu af einhverjum. Pompíerarnir þvældust um og reyndu ýmist að líta út eins og þeir hefðu eitthvað hlutverk eða skröfuðu og spjölluðu með tilheyrandi látbragði.
Ef einhver hefur farið um götur Parísar í leigubíl, hvað þá reynt að keyra þar sjálfur þá skilur hann hversu absúrd þessi uppákoma fyrir utan EOL-búðina er. Manni finnst alveg ótrúlegt að það skuli ekki vera "fender-bender" á hverju horni á hálftíma fresti en slikt mun vera tiltölulega óalgengt.
Kannski var þessi uppákoma svona mikilfengleg vegna þess að maðurinn var eitthvað meiddur?? Hann hjólaði nú samt bara burt þegar hallojið var yfirstaðið.
Manni varð að sjálfsögðu hugsað til þess hversu mikið lið við þyrftum í R-víkinni ef svona mikið tilstand þyrfti við hvert óhapp í umferðinni okkar
