Re: Rafbreyting .46 vélar
Póstað: 8. Apr. 2007 15:11:38
Ég var í bústaðnum um daginn með tærnar upp í loft og leiddist. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema hvað að alltaf þegar ég ligg þarna í sófanum þá fer ég að góna á elsku fallegu Pronto vélina mína sem hangir þar uppi til skrauts. Þetta er vélin sem ég var byrjaður á fyrir uþb 30 árum og kláraði svo hér um árið þegar dellan byrjaði aftur. Flaug henni tvö sumur og var svo búinn að taka kramið úr henni og ákveða að hafa hana þarna upp á punt en.... falleg vél á að fljúga... ekki satt?
Einhvern veginn fer ég alltaf að hugsa við slík tækifæri, hversu skemmtilegt væri að setja raf-græjur í hana.
Hvað segja nú spekingarnir sem eru inní rafmagnsmálum þessa dagana? Hvaða mótor/ESC/batterí mundi passa og geta samsvarað .46 glóðarhaus? Einfaldast væri að geta bara fest hann á mótorbjálkana sem fyrir eru.

Einhvern veginn fer ég alltaf að hugsa við slík tækifæri, hversu skemmtilegt væri að setja raf-græjur í hana.
Hvað segja nú spekingarnir sem eru inní rafmagnsmálum þessa dagana? Hvaða mótor/ESC/batterí mundi passa og geta samsvarað .46 glóðarhaus? Einfaldast væri að geta bara fest hann á mótorbjálkana sem fyrir eru.