Spelkurnar stóðu fyrir sínu í sumar.

Servóbakkinn kubbaðist í sundur í Draugahlíðunum, svo ég smíðaði innlegg í hann.

Eftir að hafa tyllt skrokknum saman með sýrulími þá vafði ég kolefnaþráðum í sárið og út frá því, það var límt á sinn stað og leyft að taka sig.

Síðan var glertrefjadúkur límdur yfir sárið og út á óbrotna hluta af skrokknum.

Hér sést betur hvernig glertrefjadúkurinn var lagður.

Svo var sparslað, grunnað og pússað þangað til undirlagði var orðið sæmilega gott(ekki lokamynd).

Svo koma að spennandi hlut í ferlinu, kolefna/trefjasokkur var settur yfir viðgerðina, bleyttur í epoxy og sérstakur húðaður herpihólkur settur yfir allt saman. Ég vanáætlaði aðeins hvað hann myndi dragast saman á lengdina og því sést sokkurinn kíkja undan hólknum við vængrótina.

Hér er búið að fjarlægja hólkinn, alls ekki slæmt og hefði mátt stoppa hér eftir aðra umferð af epoxy.

Önnur umferð af epoxy hefði kallað fram meiri glans en einnig fyllt upp í örsmáar holur eins og má sjá vinstra megin á myndinni.

Epoxy-ið komið á.

Svo var bara að pússa og grunna.

Og skella gula litnum sem ég átti til yfir allt saman, munar ekki miklu á milli þeirra.
