Re: Úr flugvélasmíði yfir í bátaviðhald
Póstað: 17. Sep. 2016 01:48:28
Fékk þennan bát í hendurnar í dag sem Guðmundur bróðir minn átti og er bróðir minn nú að gefa sjö ára syni mínum í afmælisgjöf sem einnig heitir Guðmundur.Þótti bróður mínum við hæfi að gefa syni mínum bátinn í afmælisgjöf nú því að afi okkar(Sem hét Guðmundur líka) hafði smíðað þennan bát fyrir rétt tæpum 50 árum síðan og er hann nákvæm eftirmynd af bát sem hann smíðaði í fullri stærð áður.
Bróðir minn setti þau skilyrði við mig að ditta að honum og mála og gera fínan svo líftíma bátsins mæti lengja svo nú í kvöld var hafist handa við að pússa og skrapa lausa málningu og huga að sprungum.

Bróðir minn setti þau skilyrði við mig að ditta að honum og mála og gera fínan svo líftíma bátsins mæti lengja svo nú í kvöld var hafist handa við að pússa og skrapa lausa málningu og huga að sprungum.


