
Með þessari hugmynd fylgdi teikning af módeli sem var bæði lítið, flókið í smíði og rangt í útliti. Við fórum því á stúfana og leituðum að hentugu módeli og fundum um síðir módel hannað af Bart Lammerse og hann vísaði á fyrirtæki í Hollandi sem laser-sker módel og selur til útlanda, http://www.rc-europe.eu/. Þeir eru með nokkuð úrval, og þar á meðal Catalínuna hans Sturlu.
Við slógum til og pöntuðum eintak af Grumman Goose með 2 metra vænghaf, u.þ.b. 1/7 skali. Greiðsla átti sér stað 8. desember.
Nú leið og beið og það tók greinilega langan tíma að skera efnið í þetta módel, en það datt loks inn um dyrnar á föstudag 24. febrúar.