Það þarf þess vegna engum að koma á óvart að þetta var fyrir nokkrum árum og módelið hefur fengið að safna ryki uppi á hillu á Grísará þangað til núna. Mér datt í hug að sjá hvort ég gæti lagað hana og gera smá seríu um það.
Og hér er brakið:

Flest sem hægt er að bjóta er brotið og það vantar stélkambinn eins og hann leggur sig.
Ég ákvað að byrja á stélinu:

Ég tók hæðarstýrin af, tók stálteininn úr miðjunni (hann er byrjaður að ryðga!) og reif plastfilmuna af. Það er ótrúlega erfitt að ná plastfilmu af, sérstaklega ef maður vill að hún komi af. Hé re ég búinn með annað hæðarstýrið og við hliðna á því sjést rifrildið af plastfilmunni. Það sést líka sanpappírinn sem ég notaði til að ná því í burtu sem ekki vildi fara með góðu:

Og það er góð hugmynd að gera við vankanta og skemmdir um leið og maður er kominn með hreinan hlut. Hér er ég að fylla í göt sem einu sinni héldu stýrishorni á sínum stað. Það er ekki ljóst á þessari stundu hvort módelið verður gert klárt til að fljúga, en það verður þá alla vega sett nýtt horn.

