Eftir að hafa skoðað sviffluguna hjá mér ákvað Guðjón að fá sér eina og rafmagnsskrokk að auki og þar sem ég ætlaði líka að fá mér rafmagnsskrokk þá tók því ekki að taka ekki annan svifflugsskrokk með í kassanum. Það sem fylgir hér á eftir er því samsetning á þessum „tveimur“ módelum.
Servó *
- MKS HV6100 í stél
- KST DS225MG HV í væng
Rafhlaða
- Panasonic LiIon 18500
Aflkerfi
- TenShock EZ-1520/10T 4270KV mótor
- Micro Edition 5:1 plánetugírbox
- Hacker X70 SB pro hraðastillir
- 16x8 Freudenthaler CFK spaði
- 1800/2000 mAh 3S/4S LiPo rafhlaða
Annað
- Zepsus 7A segulrofi
* Servóin eru „high voltage“ svo ekki þarf spennulækkara á LiIon rafhlöðuna.
eCalc var notað til að fá smá hugmynd um aflkerfið sem fyrirhugað var.


Plánetugírbox framan á mótornum í hlutföllunum 5:1.

Hér gerast töfrarnir!

Eldveggurinn kominn á sinn stað, 37mm í þvermáli.

Hér sést allt aflkerfið fyrir utan rafhlöðu.
