Re: Tímaritið Módelflug
Póstað: 19. Des. 2018 22:46:38
Það var snemma á níunda áratugnum sem hópur flugmódelmanna tók sig til og vann að gerð bæklings, að eigin sögn en þetta eru 48 blaðsíður svo tímarit væri nær lagi og ég leyfi mér að nota það, sem fékk nafnið Módelflug. Þeir sem að þessu stóðu voru þeir Ásbjörn Björnsson, Ólafur Sverrisson, Stefán Sæmundsson, Einar P. Einarsson, Jón V. Pétursson og Guðjón Ólafsson.
Sannarlega stórhuga menn þar á ferð og gaman að þessu, efnið þarna á enn fullan rétt á sér og er fróðlegt að lesa í gegnum það. Spurning hvort við ættum að huga að nýrri uppfærði útgáfu svona í tilefni af tilvonandi 40 ára afmæli þessa blaðs!?
Mér barst nýlega eintak í hendurnar sem ég tók mig til og kom yfir í tölvutækt form en einnig má nálgast vefútgáfu sem Guðjón Ólafsson gerði aðgengilega fyrir nokkru síðan.

Sannarlega stórhuga menn þar á ferð og gaman að þessu, efnið þarna á enn fullan rétt á sér og er fróðlegt að lesa í gegnum það. Spurning hvort við ættum að huga að nýrri uppfærði útgáfu svona í tilefni af tilvonandi 40 ára afmæli þessa blaðs!?
Mér barst nýlega eintak í hendurnar sem ég tók mig til og kom yfir í tölvutækt form en einnig má nálgast vefútgáfu sem Guðjón Ólafsson gerði aðgengilega fyrir nokkru síðan.
