Bæjarstjórn RNB mun væntanlega skrifa undir samning við eigendur "Virkjunnar" í dag eða á morgun.
Ég er búinn að vera í samband við Hafþór Barða hjá RNB sem er með okkar mál á sinni könnu varðandi nýja staðinn. Flugmódelfélag Suðurnesja fær félagsaðstöðu í risi annars hússins í Virkjun (Sjá myndir).
Ég fæ vonandi lykil að henni á miðvikudag. Ég er núna að boða til fundar með hreiðursmönnum á fimmtudag kl. 19:00 (30.maí) þar sem við þurfum þá að flytja dótið okkar upp eftir og ganga frá húsinu að Vallarbraut 14. Það væri gott að sem flestir mæti þarna ( og hvað ef það er flugveður sem verður sennilega). Við verðum í risi á endanum með hringstiga.
Til hamingju FMS félagar.
Rosalegur kraftur er í þessu félagi.
Nýbúnir að tapa gamla hreiðrinu og ekkert slegið af og búnir að koma upp nýrri Arnarhreiðri á nokkrum dögum!!!
Og svo Arnarvöllur, flugvöllurinn eins og nýsleginn túskildingur, glæsilegur.
Sjálfur smíða ég á fullu í kjallaranum heima í Reykjavík.
Megi ykkur farnast vel í nýju smíða og fundaraðstöðinni.
Til hamingju enn og aftur.
Kveðja
RT
Takk fyrir háklassa metnað Maggi. Klúbburinn farnast vel, en það gerir sig ekki sjálft (sorrý að ég komst ekki að hjálpa í dag) þessi klúbbur hefur gríðarsterka framherja í sinni herdeild ,enda líka vallar svæðið alltaf tip-top en í því sambandi er ómögulegt annað en að minnast á manninn með ljáinn ,sláttu höfðingjann sjálfan Gunna vélstjóra.
Þetta er flottur klúbbur með úrvals félögum
Til hamingju með nýju félagsaðstöðuna FMS!